Hrafnaþing: Staða og þróun bjargfuglarannsókna á Íslandi
04.05.2021

Yann Kolbeinsson líffræðingur horfir yfir Köldugjá í Grímsey, við hlið hans er sjálfvirk vöktunarvél.
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 5. maí. Þorkell Lindberg Þórarinsson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands flytur erindið „Staðið við gluggann – staða og þróun bjargfuglarannsókna á Íslandi.“
Í fyrirlestrinum verður fjallað um skipulegar rannsóknir á bjargfuglum hér á landi en þær hófust á fyrri hluta níunda áratugs síðustu aldar. Síðasta áratug hefur vöktun bjargfugla færst í vöxt, meðal annars samhliða tækninýjungum.
Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verður erindið eingöngu flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Það hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00.