Fréttir
-
17.06.2021
Ólafur Karl Nielsen sæmdur riddarakrossi
Ólafur Karl Nielsen sæmdur riddarakrossi
17.06.2021
Í dag, 17. júní, sæmdi forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, 14 Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þar á meðal var Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands sem var sæmdur orðunni fyrir rannsóknir á íslenskum fuglum, ekki síst fálka og rjúpu, og miðlun þekkingar á því sviði.
-
07.06.2021
Fjöldi frjókorna undir meðaltali í vor
Fjöldi frjókorna undir meðaltali í vor
07.06.2021
Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan 15. mars. Á báðum stöðum var fjöldi frjókorna undir meðallagi í vor.
-
03.06.2021
Vöktun náttúruverndarsvæða vegna ágangs ferðamanna
Vöktun náttúruverndarsvæða vegna ágangs ferðamanna
03.06.2021
Skipulögð vöktun á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna er hafin sumarið 2021. Í sumar mun vöktun fara fram á um 80 svæðum og 32 svæði til viðbótar verða kortlögð fyrir mögulega vöktun í framtíðinni.
-
01.06.2021
Átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja
Átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja
01.06.2021
Undirritaður hefur verið rammasamningur um fimm ára átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja. Það voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Þorkell Lindberg Þórarinsson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og Árni Magnússon forstjóri Íslenskra orkurannsókna sem undirrituðu samninginn, sem er framhald rammasamnings um sama verkefni sem undirritaður var í desember 2018 og tók til áranna 2019 og 2020.