Breytingar á stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands

19.11.2021
Fjara á Tjörnesi
Picture: Sunna Björk Ragnarsdóttir

Á Tjörnesi.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands tímabundið í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, til eins árs frá og með 1. janúar næstkomandi.

Eydís tekur við embættinu af Þorkeli Lindberg Þórarinssyni, sem lætur af störfum að eigin ósk og snýr aftur til síns fyrra starfs sem forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands.