Hrafnaþing: Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd

09.11.2021
Myglusveppasýni á einangrunaræti
Picture: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

Myglusveppasýni á einangrunaræti.

Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 10. nóvember kl. 15:15–16:00. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd“. 

Erindið verður flutt í fundarherbergi R262 á 2. hæð í rannsókna- og nýsköpunarhúsi, Borgum við Norðurslóð á Akureyri. Erindið verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknir á myglusveppum sem eiga sér orðið 15 ára sögu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meðal annars verður rætt um við hvaða skilyrði innimygla vex, samsetningu vistkerfa sem hún tilheyrir, tegundasamsetningu eftir byggingarefnum, tegundafjölbreytni og síðast en ekki síst verða sýndar myndir sem sýna formfegurð og litskrúð sem margir sveppanna búa yfir.

Útdráttur úr erindinu

Fyrirlesturinn á Teams