Fréttir

 • 26.01.2022

  Nýtt rit um útbreiðslu og líffræði agna í hafinu við Ísland

  Nýtt rit um útbreiðslu og líffræði agna í hafinu við Ísland

  Kápa Fjölrits Náttúrufræðistofnunar nr. 58

  26.01.2022

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið „Útbreiðsla og líffræði agna (krabbadýr: Lophogastrida og Mysida) í hafinu við Ísland“ eftir Ólaf S. Ástþórsson og Torleiv Brattegard og er það númer 58 í ritröðinni Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Í ritinu er fjallað um krabbadýr af ættbálkunum Lophogastrida og Mysida (áður Mysidacea, agnir á íslensku) sem  safnað var í rannsóknaverkefninu Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE).

 • 24.01.2022

  Hrafnaþing: Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland

  Hrafnaþing: Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland

  Ögn tillir sér á botninn í þarabelti

  24.01.2022

  Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 26. janúar kl. 15:15–16:00. Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur og fyrrum aðstoðarforstjóri á Hafrannsóknastofnun, flytur erindið „Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland“. 

 • 11.01.2022

  Vísindagrein um erfðabreytileika snarrótarpunts

  Vísindagrein um erfðabreytileika snarrótarpunts

  snarrotarvist2-2.jpg

  11.01.2022

  Nýlega kom út grein í vísindatímaritinu Plant Systematics and Evolution sem fjallar um erfðabreytileika snarrótarpunts (Deschampsia cespitosa) í Evrópu og Asíu.  

 • 07.01.2022

  Arnþór Garðarsson fuglafræðingur látinn

  Arnþór Garðarsson fuglafræðingur látinn

  Arnþór Garðarsson

  07.01.2022

  Arnþór Garðarsson prófessor emerítus við Háskóla Íslands lést á nýársdag, 83 ára að aldri. Arnþór var tengdur Náttúrufræðistofnun Íslands í 70 ár eða allt frá unglingsárum, vann þar lengi  og átti í samstarfi við stofnunina allt til æviloka. Fáum vikum fyrir andlátið hann sendi grein í fuglatímaritið Blika sem bíður nú birtingar.

 • 04.01.2022

  Settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands

  04.01.2022

  Eydís Líndal Finnbogadóttir er settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands frá og með 1. janúar 2022.

 • 04.01.2022

  Ísland tilnefnir fimm svæði í net verndarvæða Bernarsamningsins

  Ísland tilnefnir fimm svæði í net verndarvæða Bernarsamningsins

  herdubreid-kj.jpg

  04.01.2022

  Ísland hefur tilnefnt fimm náttúruverndarsvæði hér á landi til að verða hluti af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, sem kallast Emerald Network. Þetta var tilkynnt á 41. fundi fastanefndar Bernarsamningsins sem haldinn var í byrjun desember síðastliðinn. Um þetta er fjallað í frétt á vef Stjórnarráðsins.

 • 03.01.2022

  Breyttur afgreiðslutími

  Breyttur afgreiðslutími

  Hrafn

  03.01.2022

  Frá og með áramótum breyttist afgreiðslutími Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ. Móttakan er nú opin virka daga kl. 11–13. Símaafgreiðsla er opin kl. 10–15.