21. apríl 2021. Stephen Carver: Mapping Iceland’s wilderness

Dr. Stephen Carver vísindamaður við háskólann í Leeds og forstjóri Wildland Reaserch Institute flytur erindið „Mapping Iceland’s wilderness“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 21. apríl 2021 kl. 15:15. 

Útdráttur

Hlutfall villtra svæða í Evrópu sem kalla má „ósnortin víðerni“ er um 1% og þar af eru um 43% á Íslandi. Það má því segja að Íslendingar beri ekki einungis ábyrgð á að vernda sín eigin víðerni fyrir sig sjálfa og náttúruna, heldur einnig fyrir Evrópu í heild sinni. Í heimi þar sem loftslagsbreytingar og hnignun líffræðilegs fjölbreytileika eru mikil áhyggjuefni getur það valdið hagsmunaárekstrum þegar þörfin fyrir að verndar ósnortin víðerni eykst á sama tíma og þörfin fyrir aukna endurnýjanlega orkuöflun. Áformuð vatnsaflsvirkjun við Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum var notuð sem dæmi til að sýna fram á hvernig kortlagning með landfræðilegum upplýsingakerfum (GIS) getur dregið fram áhrif slíkrar framkvæmdar á ósnortin víðerni og fært rök fyrir sterkari vernd. Í erindinu greint frá hvaða tækni og aðferðir sem þróaðar hafa verið annars staðar í heiminum voru aðlagaðar til notkunar við kortlagninguna á Hvalárvirkjunarsvæðinu og rætt um hvernig þær mætti nota til að þróa áfram víðernisáætlun fyrir Ísland, á grundvelli laga um náttúruvernd og íslenskri arfleifð.

Fyrirlesturinn á Youtube

Picture: Stephen Carver

Ljósmynd tekin á Ströndum við kortlagningu víðerna, sumarið 2019.

English Summary

Of Europe’s top 1% wildest areas that we may call “wilderness” around 43% is to be found in Iceland. It can therefore be said that Icelanders not only have a responsibility to protect their remaining wilderness areas for themselves and for nature, but also for Europe as a whole. In a world where climate change and biodiversity loss are major concerns, the need to both protect our wild places and increase renewable energy generation can come into direct conflict. The hydro power plant proposed for the Hvalá area of the Drangar Peninsula in northwest Iceland is good example and is used to demonstrate how Geographical Information Systems (GIS) mapping can highlight the impacts such developments can have on wilderness quality and make the case for stronger protection. The talk will show how techniques and approaches developed elsewhere in the world were adapted for use at Hvalá  and could be used to help Iceland further develop its own programme of wilderness in support of Nature Conservation Laws and Icelandic heritage.