23. febrúar 2022. Dominik Arend: Arctic Fox Gardens: Vegetation and soil nutrients on fox dens

Dominik Arend meistaranemi við háskólann í Freiburg flytur erindi á Hrafnaþingi 23. febrúar 2022.

Dominik Arend.

Dominik Arend meistari í umhverfis- og auðlindafræði frá háskólanum í Freiburg flytur erindið „Arctic Fox Gardens: Vegetation and soil nutrients on fox dens“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 23. febrúar 2022 kl. 15:15.

Heimskautarefurinn er vel þekktur sem topprándýr sem hefur áhrif á bráð sína á mörgum stigum. Hann er minna þekktur fyrir þau áhrif sem fæðusöfnun hans á greni veldur, en samsafn hræja af ýmsu tagi veldur breyttri samsetningu næringarefna í jarðveginum sem aftur verður til þess að vaxtarvirkni og tegundasamsetning plantna á grenjasvæðum breytist.

Dominik Arend rannsakaði gróður og næringarefni í jarðvegi við greni á Melrakkasléttu á NA-landi árið 2021. Í fyrirlestrinum fjallar hann um bakgrunn dýra sem hafa áhrif á næringarefnaflutning, hagnýtar rannsóknaraðferðir auk þess sem hann greinir frá niðurstöðum sínum frá Melrakkasléttu.

Athugið að erindið verður flutt á ensku.

Fyrirlesturinn á Youtube

Útdráttur á ensku

The Arctic Fox is well known as a top predator affecting its prey animals on many levels. There are, however, dynamics Arctic Foxes are lesser known for. By accumulating nutrients on their den sites, Arctic Foxes subsequently shape nutritional characteristics of the soil and therefore alter plant growing dynamics above their dens. These manipulations suggest a transformed plant community on den sites. 

Dominik Arend investigated this phenomenon at Melrakkaslétta (North-East Iceland) in 2021. He will talk about the background of animals shaping nutrient transfers, applied research methods, and give an insight into his results.

Fæðuleifar á refagrenjum rannsakaðar á Melrakkasléttu
Picture: Dominik Arend

Frá rannsóknasvæðinu á Melrakkasléttu sumarið 2021.

Jarðvegssýni rannsakað við refagreni á Melrakkasléttu sumarið 2021
Picture: Dominik Arend

Jarðvegssýni við refagreni á Melrakkasléttu sumarið 2021.

Gróðurreitur rannsakaður við refagreni á Melrakkasléttu sumarið 2021
Picture: Dominik Arend

Einn af gróðurreitum sem rannsakaðir voru við refagreni á Melrakkasléttu sumarið 2021.