24. nóvember 2021. Birgir Vilhelm Óskarsson: Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni

Birgir V. Óskarsson

Birgir Vilhelm Óskarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 24. nóvember kl. 15:15.

Síðastliðin tvö ár hefur Náttúrufræðistofnun Íslands unnið að gerð þrívíddarlíkanna af landsvæðum sem nýtast við jarðfræðirannsóknir og vöktun svæða. Við sumar aðstæður og atburði eru landslagsbreytingar örar og í erindinu verður fjallað um vöktun Surtseyjar og gossvæðisins við Fagradalsfjall, þar sem sjáanlegar og magnbundnar breytingar eru umfangsmiklar.

Vegna Covid-19 verður erindið að þessu sinni einungis flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. 

Fyrirlesturinn á Youtube

Þrívíddarlíkan af Surtsey
Picture: Náttúrufræðistofnun Íslands

Þrívíddarlíkan af Surtsey.

Picture: Náttúrufræðistofnun Íslands

Þrívíddarlíkan af gossvæðinu við Fagradalsfjall.