27. október 2021. Pawel Wasowicz: Biological invasions in Iceland: insights from a botanist

Pawel Wasowicz

Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Biological invasions in Iceland: insights from a botanist“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 27. október kl. 15:15. Erindið verður flutt á ensku.

Hrafnaþing verður haldið í fundarherbergi R262 á 2. hæð í rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri í Borgum. Erindið verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Hægt er að fylgjast með útsendingu í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ.

Á síðustu öldum og áratugum hafa samgöngur manna á milli heimshluta aukist verulega og fólksfjöldi nær sífellt hærri hæðum. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir vörum og þjónustu hafa viðskipti, samgöngur og ferðalög náð stigi sem aldrei hefur áður sést, sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á hagkerfi og fjölskyldur um allan heim. Hins vegar hefur þessi hnattvæðing líka alvarlega ókosti í för með sér en það eru líffræðilegar innrásir sem verðskulda sérstaka athygli og kalla á mótvægisaðgerðir. Ein skelfilegasta afleiðingin getur verið hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og því er mikilvægt að ráðast strax til aðgerða ef sporna á við henni. Út frá íslensku sjónarhorni ber að hafa í huga að á norðurslóðum getur skaðinn verið mun verri þegar líffræðilegar innrásir og áhrif loftslagsbreytinga vinna saman. 

Í fyrirlestrinum verður íslensk flóra notuð sem dæmi til að fjalla um þróun í innflutningi plantna, landnám þeirra og innrás í náttúru Íslands. Á grundvelli þessa verður gerð tilraun til að sjá fyrir mismunandi sviðsmyndir af íslenskri plöntufjölbreytni. 

Fyrirlesturinn á Youtube

 

Dæmi um aðfluttar og ágengar tegundir í íslensku flórunni
Picture: Pawel Wasowicz

Dæmi um aðfluttar og ágengar tegundir í íslensku flórunni.

Útdráttur á ensku:

During the last centuries and decades, the world became increasingly connected and the human population size grew to new heights. As a consequence of increased demand for goods and services trade and transportation, touristic and travel reached levels that have never been seen before. All these processes have many positive effects on economies and families across the globe. However, biological invasions are one of the downsides of globalization that deserve special attention and call for mitigation measures. These actions have to be undertaken if we want to stop one of the most devastating consequences of invasions – biodiversity loos. From an Icelandic perspective, we have to bear in mind that in arctic and subarctic areas the damage incurred by biological invasions will be further exacerbated by the effects of climate change.

Using Icelandic flora as an example the lecture will analyze past and present trends in plant importation, naturalization and invasion. Based on these premises attempt to foresee different scenarios of Icelandic plant diversity will be made and discussed.