6. apríl 2022. Ingibjörg Smáradóttir: Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf

Ingibjörg Smáradóttir
Picture: Ingibjörg Smáradóttir

Ingibjörg Smáradóttir

Ingibjörg Smáradóttir starfar á aðalskrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Garðabæ sem er í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ingibjörg kynnir helstu þætti úr meistararannsókn sinni sem heitir „Tengslanet og samstarf í opinberri stjórnsýslu: Stjórnsýsluleg staða og hlutverk Vatnajökulsþjóðgarðs“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 15:15.

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður með lögum árið 2007 og verður farið yfir aðdraganda þess að þjóðgarðurinn var stofnaður ásamt því að skoðað var hvað var að gerast í samfélaginu á þessum tíma. Í fyrirlestrinum verða dregnir fram ýmsir ólíkir straumar eða þættir sem höfðu líkleg áhrif á þessa þróun.

Stjórnkerfi Vatnajökulsþjóðgarðs er flókið og byggist mikið á miklum og stöðugum samskiptum við ólíka aðila. Tengslanet er því stór þáttur í starfsemi og samstarfsneti Vatnajökulsþjóðgarðs og verður farið yfir helstu hagsmunaaðila sem starfa innan og/eða taka þátt í starfsemi þjóðgarðsins með ýmsum og fjölbreyttum hætti.

Fyrirlesturinn á Youtube

Íshellir í Vatnajökulsþjóðgarði
Picture: Ingibjörg Smáradóttir

Íshellir í Vatnajökulsþjóðgarði.