Blautós

FG-V 7

Hnit – Coordinates: N64,34864, V22,01428
Sveitarfélag – Municipality: Akraneskaupstaður
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: 298 ha (friðlandið – protected area)

Blautós liggur norðan við Akranes og eru þar leirur og sjávarfitjar. Auðugt fuglalíf er í ósnum, m.a. mikið af andfugli og töluvert af vaðfuglum á öllum árstímum (Einar Ó. Þorleifsson 2009). Svæðið er alþjóðlega mikilvægt sem viðkomustaður fyrir margæsir (1.354 fuglar að meðaltali).

Hluti Blautóss ásamt Innstavogsnesi var friðlýstur 1999. Svæðið er einnig á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir í Blautósi – Key bird species in Blautós*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Margæs Branta bernicla Far–Passage 1.354 1990–2010 4,8 B1i
*Byggt á Guðmundur A. Guðmundsson, óbirt heimild. – Unpublished source.

English summary

Blautós creek, W-Iceland, is an internationally important staging site for Branta bernicla (1,354 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Einar Ó. Þorleifsson 2009. Alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði: Grunnafjörður og Blautós. Fuglar 6: 8.