Melrakkaslétta

FG-N 4

Hnit – Coordinates: N66,44688, V16,23508
Sveitarfélag – Municipality: Norðurþing, Svalbarðshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 111.400 ha

Melrakkaslétta er fremur láglendur, þurrlendur og víðáttumikill skagi með lífauðugum fjörum, strandlónum og vötnum. Austurhlutinn er mýrlendur. Þetta svæði er einnig flokkað með sjófuglabyggðir og votlendi og önnur svæði inn til landsins, en hér verður aðeins gerð grein fyrir far- og vetrargestum.

Svæðið er mikilvægt á fartíma og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru rauðbrystingur (7.300 fuglar), sanderla (3.700 fuglar), sendlingur (2.000 fuglar) og tildra (10.000 fuglar). Sendlingur að vetrarlagi uppfyllir einnig alþjóðleg viðmið (2.200 fuglar).

Melrakkaslétta er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá.

Helstu far- og vetrargestir á Melrakkasléttu – Key passage migrants and winter visitors in Melrakkaslétta

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Rauðbrystingur1 Calidris canutus Far–Passage 7.300 1990 2,1 B1i, B2
Sanderla2 Calidris alba Far–Passage 3.700 2011 1,9 A4i, B1i
Sendlingur3 Calidris maritima Far–Passage 2.000 1986 4,0 A4i, B1i
Sendlingur4 Calidris maritima Vetur–Winter 2.200 2012 4,4 A4i, B1i
Tildra2 Arenaria interpres Far–Passage 10.000 2011 6,7 A4i, B1i
1Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1991. Yfirlit um gildi einstakra fjörusvæða fyrir vaðfugla. Óbirt skýrsla.
2Guðmundur Örn Benediktsson, óbirt heimild. – Unpublished source.
3Whitfield, D.P. og J. Magnusson 1987. The migration of waders through Melrakkaslétta, north-east Iceland. Wader Study Group Bulletin 49: 85–89.
4Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn. – Northeast Iceland Nature Research Centre, unpublished data.

English summary

Melrakkaslétta is a low-lying peninsula in NE-Iceland with extensive heathlands, lakes and coastal lagoons. This section only deals with passage migrants and wintering birds. The area is an internationally important staging site for Calidris canutus (7,300 birds), Calidris alba (3,700 birds), Calidris maritima (2,000 birds) and Arenaria interpres (10,000 birds). Calidris maritima during winter also meets IBA-criteria (2,200 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer