Guðlaugstungur–Álfgeirstungur

VOT-N 4

Hnit – Coordinates: N64,97366, V19,41593
Sveitarfélag – Municipality: Húnavatnshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i
Stærð svæðis – Area: um 40.200 ha (friðlandið – protected area)

Guðlaugstungur og Álfgeirstungur eru víðáttumikið gróðurlendi norðvestan Hofsjökuls og austan Blöndu, 550−600 m y.s. Tungurnar eru votlendar og þar er eitt stærsta og fjölbreyttasta rústamýrasvæði landsins (Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2009). Þær eru mikilvægt varp- og beitiland heiðagæsar og hafa alþjóðlegt náttúruverndargildi, enda er þar nú stærsta heiðagæsavarp í heiminum, 23.168 pör árið 2010. (Kristinn Haukur Skarphéðins­son o.fl. 2014b).

Svæðið var friðlýst árið 2005 og samþykkt sem Ramsar-svæði árið 2013. Það er einnig á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar á svæðinu Guðlaugstungur–Álfgeirstungur – Key bird species breeding in the area Guðlaugstungur–Álfgeirstungur*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Heiðagæs Anser brachyrhynchus Varp–Breeding 23.168 2010 18,6 A4i, A4iii, B1i
*Byggt á Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Svenja N.V. Auhage og Arnþór Garðarsson 2014. Heiðagæsavarp í Þjórsárverum og Guðlaugstungum 2010. Skýrsla til umhverfisráðherra. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

English summary

Guðlaugstungur–Álfgeirstungur highland plateau, N-Iceland, is the world’s largest breeding colony for Anser brachyrhynchus (23,168 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Guðmundur A. Guðmundsson, Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson, Guðmundur Guðjónsson, Hörður Kristinsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Sigurður H. Magnússon og Starri Heiðmarsson 2009. Vistgerðir á miðhálendi Íslands. Kjölur–Guðlaugstungur. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-09016. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Svenja N.V. Auhage og Arnþór Garðarsson 2014. Heiðagæsavarp í Þjórsárverum og Guðlaugstungum 2010. Skýrsla til umhverfisráðherra. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.