Skagi

VOT-N 5

Hnit – Coordinates: N66,02688, V20,20583
Sveitarfélag – Municipality: Skagabyggð, Skagaströnd, Skagafjörður
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 51.960 ha

Skagi liggur á milli Húnaflóa og Skagafjarðar og er norður- og austurhlutinn fremur láglendur og mikið er þar af vötnum. Ströndin er víðast hvar fremur lág og lítt vogskorin. Skagi er alþjóðlega mikilvægt varpland himbrima (40 óðul), álftar (126 pör) og æðarfugls (um 8.000 pör). Eins er Skagi alþjóðlega mikilvægur fyrir helsingja á fartíma (4.259 fuglar) og straumönd á veturna, þar af 260 fuglar á hluta vesturskagans.

Lítill hluti Skaga er á náttúruminjaskrá: Ketubjörg, Rifsnes, þ.e. strandlengjan frá Landsenda að Skilnaðarhorni, og vötn í grennd við Ásbúðir, ásamt strandlengju og sjávarlónum frá Mánavík að Kelduárvík.

Helstu fuglategundir á Skaga – Key bird species at Skagi

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Lómur1 Gavia stellata Varp–Breeding 30 2012 2,0  
Himbrimi2 Gavia immer Varp–Breeding *40 2016 8,0 A4i, B1i, B2
Álft2 Cygnus cygnus Varp–Breeding **126 2012 1,2 B1i
Helsingi3 Branta leucopsis Far–Passage 4.259 1994 11,1 B1i
Æður4*** Somateria mollissima Varp–Breeding 8.000 1999 2,7 B1i, B2
Duggönd2 Aythya marila  Varp–Breeding ****38 2012 1,0  
Straumönd5*** Histrionicus histrionicus Vetur–Winter ****260 1999 1,9 A4i, B1i
*Þekkt óðul. – Known territories.
**Pör. – Pairs.
***Skagaströnd (Bakki–Tjarnarland).
****Lágmarkstala. – Minimum number.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.
2Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
3Percival, S.M. og T. Percival 1997. Feeding ecology of Barnacle Geese on their spring staging grounds in northern Iceland. Ecography 20: 461–465.
4Jónas Jónsson, ritstj. 2001. Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi. Rit Æðarræktarfélags Íslands. Reykjavík: Mál og mynd. Árni Snæbjörnsson, óbirt heimild – unpublished source.
5Arnþór Garðarsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2003. Útbreiðsla og fjöldi straumanda á Íslandi að vetrarlagi. Bliki 23: 5–20.

English summary

The Skagi peninsula, N-Iceland, is internationally important for breeding Gavia immer (40 territories), Cygnus cygnus (126 pairs) and Somateria mollissima (c. 8,000 pairs) as well as a staging site for Branta leucopsis (4,259 birds) and wintering Histrionicus histrionicus (260+birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer