Pöddur

Á Íslandi finnast hryggleysingjar af nokkrum fylkingum á þurru landi. Liðdýr (Arthropoda) er tegundaríkust fylkinganna með um 2.000 þekktar tegundir. Aðrar fylkingar eru mun fáliðaðri, eins og lindýr (Mollusca) með 46 tegundir snigla og liðormar (Annelida) með 13 tegundir skilgreindar auk ótilgreinds fjölda ókannaðra hvítmaðka (Enchytraeidae) en sjórinn hýsir meginþorra tegunda þessara fylkinga.

Pöddur má líka flokka í lífríkinu eftir því hvar þær finnast: LEITA AÐ PÖDDUM

Grasygla
Picture: Erling Ólafsson

Grasygla er algeng um allt land

Aðrar fylkingar eru lítt rannsakaðar og lítið vitað um tegundafjölda innan þeirra. Rannsóknaverkefni tengt bessadýrum (Tardigrada) skilaði af sér 42 tegundum. Þráðormar (Nematoda) er vanþekkt fylking en ljóst að tegundir skipta hundruðum. Þar er að finna tegundir sem lifa í jarðvegi og aðrar sem innvortis sníkjudýr í öðrum dýrum eða plöntum. Þá eru ónefndir flatormar (Plathyhelminthes) sem lifa bæði frjálsir og sem innvortis sníkjudýr í dýrum, svo og bandormar (Cestoda) sem allir lifa sníkjulífi. Óvissa ríkir um fjölda tegunda af þessum dýrahópum.

Rannsóknir Náttúrufræðistofnunnar Íslands á landhryggleysingjum hafa einkum beinst að liðdýrum, lindýrum og liðormum. Lögð hefur verið áhersla á að kanna hvaða tegundir finnast á landinu, útbreiðslu þeirra og lífshætti, hvernig nýjar tegundir berast að og nema land. Fjölmörg rannsóknaverkefni hafa einnig beinst að stöðu og hlutverki smádýranna í vistkerfum.

Ef til vill er umdeilanlegt hvaða smádýr skuli teljast landdýr og hver vatnadýr. Margar tegundir alast upp í vatni en fullorðnu dýrin fara upp á land til að makast og jafnvel nærast eins og til dæmis rykmý (Chironomidae) og bitmý (Simuliidae). Önnur eru að grunni til landdýr en ala mest allan sinn lífsferil undir vatnsborði eins og vatnabjöllur (Dytiscidae, Haliplidae). Hér eru smádýr sem eru háð landlífi á einhverjum kafla lífsferilsins talin til landdýra.

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |