Smyrill (Falco columbarius)

Smyrill (Falco columbarius)
Picture: Daníel Bergmann

Smyrill, karlfugl (Falco columbarius) ♂.

Smyrill (Falco columbarius)
Picture: Daníel Bergmann

Smyrill, kvenfugl (Falco columbarius) ♀.

Útbreiðsla

Smyrill verpur í N-Ameríku, Evrópu og Asíu til Kyrrahafs. Hann er að mestu farfugl og hefur vetursetu á Bretlandseyjum.

Stofn

Smyrill er fremur fremur strjáll hér á landi og hefur verið giskað á að hér verpi 1.000−1.200 pör (Asbirk o.fl. 1997). Varpútbreiðsla og einstök varpóðul eru nokkuð vel þekkt í Þingeyjarsýslu (Ólafur K. Nielsen 1986, 1995) og sæmilega á Suðvesturlandi (Náttúrufræðistofnun Ísland, óbirt gögn), en afar brotakennd í öðrum landshlutum. 

Válisti

LC (ekki í hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 5,7 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2001–2018

Nokkur óvissa ríkir um ástand og þróun íslenska smyrlastofnsins enda lítil gögn til að byggja á. Líklega er hann þó ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Smyrill var ekki í hættu (LC).

Verndun

Smyrill er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Ekki eru nægar forsendur til að meta þýðingu einstakra svæða fyrir smyril hér á landi.

IBA viðmið – IBA criteria:

Engin/none

English summary

The Falco columbarius population in Iceland is poorly known, but roughly estimated 1,000‒1,200 pairs. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.

Heimildir

Asbirk S., L. Berg, G. Hardeng, P. Koskimies og Æ. Petersen 1997. Population sizes and trends of birds in the Nordic countries 1978–1994. TemaNord 614. Kaupmannahöfn: Nordic Council of Ministers.

Ólafur K. Nielsen 1986. Population ecology of the Gyrfalcon in Iceland with comparative notes on the Merlin and the Raven. Doktorsritgerð við Cornell University, New York.

Ólafur K. Nielsen 1995. Um lífshætti smyrils. Bliki 16: 1–7.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |