Þúfutittlingur (Anthus pratensis)

Distribution

Þúfutittlingur verpur í norðanverðri Evrópu og hefur vetursetu sunnar í álfunni og í N-Afríku. Hér verpur hann í grónu landi um land allt og er afar algengur.

Population

Giskað hefur verið á að varpstofn þúfutittlings á Íslandi sé 500.000−1.000.000 pör (Umhverfisráðuneytið 1992) sem er í góðu samræmi við mat á stofni þúfutittlings á láglendi <200 m h.y.s., út frá búsvæðavali og þéttleikamælingum eða um 545 þúsund pör (Tómas G. Gunnarsson o.fl. 2007). Hlíðstæð aðferð sem byggði á mun ítarlegri gögnum, einkum frá árunum 2012 og 2013, gaf um 1.500 þúsund pör á landinu öllu (Kristinn Haukur Skarphéðisson o.fl. 2017).

Dreifing og þéttleiki eftir vistlendum: Þúfutittlingur verpur einkum á láglendi en finnst þó í allt að 600 m hæð yfir sjó (sjá kort). Reiknuð stofnstærð er 1.516.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017). Mestur er þéttleikinn í graslendi 78,4 pör/km², í mýravistum 69,2 pör/km² og í lúpínu 67,4 pör/km². Mikilvægustu vistgerðir/vistlendi eru móavist, 563.000 pör, og mýravistir, 318.000 pör. Um 28% þúfutittlinga reiknast innan mikilvægra fuglasvæða og munar þar mestu um Suðurlandsundirlendi, 14% (sjá töflu). Samkvæmt þessu er þúfutittlingur algengasti mófugl landsins og e.t.v. algengasti fugl landsins nú um stundir í ljósi þess hve lunda hefur fækkað mikið á síðustu árum.

Shortlist

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 3,8 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Þúfutittlingsstofnin hér á landi er mjög stór og verpur dreift. Þróun hans hér á landi er óþekkt en væntanlega sveiflast hann nokkuð milli ára og viðkoman væntanlega mjög sveiflótt. Kerfisbundnar mælingar á þéttleika mófugla hér á landi eru tiltölulega skammt á veg komnar (hófust árið 2006) og hefa enn sem komið er ekki verið teknar nógu vel saman til að hægt sé að varpa ljósi á stöðuna. Engar vísbendingar eru þó um að þúfutittlingi hafi fækkað mikið hér á landi og er hann því flokkaður sem tegund sem ekki er í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Þúfutittlingur var ekki í hættu (LC).

Global position

Þúfutittlingum hefur fækkað og eru þeir því bæði á heims- og Evrópuválista sem tegund í yfirvofandi hættu (NT; BirdLife International 2015).

Protection

Þúfutittlingur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Priority Site

Engin mikilvæg svæði eru skilgreind fyrir þúfutittling á Íslandi.

IBA viðmið – IBA criteria:

B3: Species of European conservation concern (category 4)

Tables

Reiknaður fjöldi þúfutittlinga sem gæti orpið á þeim mikilvægu fuglasvæðum þar sem >1% íslenska stofnsins er að finna – Calculated number of breeding Anthus pratensis within important bird areas with >1% of the Icelandic population.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 26.049 2013 1,7  
Laxárdalsheiði VOT-V_3 B 21.571 2013 1,4  
Arnarvatnsheiði VOT-N_1 B 17.869 2013 1,2  
Skagi VOT-N_5 B 20.663 2013 1,4  
Melrakkaslétta  FG-N_4 B 51.756 2013 3,4  
Úthérað VOT-A_3 B 18.108 2013 1,2  
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 214.543 2013 14,2  
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 48.594 2013 3,2  
Alls–Total     419.153   27,7  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data

Images

References

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s. rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017. http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf.

Tómas G. Gunnarsson, Graham F. Appleton, Hersir Gíslason, Arnþór Garðarsson, Philip W. Atkinson og Jennifer A. Gill 2007. Búsvæðaval og stofnstærð þúfutittlings á láglendi. Bliki 28: 19–24.

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Þúfutittlingur (Anthus pratensis)

English Summary

Anthus pratensis is one of the most common birds in Iceland. The population is estimated one and a half million pairs based on measured densities in different habitat types and known and probable distribution; 28% may nest in IBAs designated for other species, but such areas are specifically designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.