Jarðormar (Opisthopora)

Almennt

Jarðormar skipa þann ættbálk beltisorma sem er hvað kunnastur en hann hýsir ánamaðkana alkunnu. Talið er að í heiminum finnist um 6.000 tegundir sem deilast í 20 ættir. Í Evrópu eru skráðar 470 tegundir sem tilheyra 11 ættum.

Bolur jarðorma er langur og grannur gerður úr ótal stuttum að mestu ósérhæfðum liðum Bolurinn skiptist í þrjá hluta, stuttan framhluta með munnopi fremst og kynopum á hliðum á milli liða. Við tekur belti myndað úr mismörgum liðum og síðan langur afturhluti sem endar í endaþarmsopi. Á liðum eru örstuttir fínir en stinnir burstar. Flestar tegundir lifa í jarðvegi, miklu færri í vatni.

Á Íslandi hafa fundist jarðormar af þrem ættum. Ánamaðkaætt (Lumbricidae) er alkunn, aðrar eru tilfallandi (Megascolecidae, Ocnerodrilidae).

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |