Mítlar (Acari)

Almennt

Flokkunarkerfi mítla er æði flókið og hefur verið mjög á reiki. Oft eru þeir látnir skipa undirflokkinn Micrura innan áttfætlnanna ásamt köngulóm (Aranaea) og fleiri ættbálkum. Þar er svo undirflokkurinn Acari, samheitið sem jafnan er notað yfir þessar smæstu gerðir áttfætlna, mítlana. Mítlar voru til skamms tíma nefndir áttfætlumaurar. Flestar tegundir þeirra eru agnarsmáar, margar ekki sýnilegar berum augum. Líkamshlutar eru vart aðskiljanlegir, höfuð, frambolur og afturbolur eru samvaxin í einn bol, sem gjarnan er stuttur og breiður. Á sumum er líkaminn allur mjúkur en aðrar tegundir hafa harða skel. Fullvaxta dýr hafa fjögur pör ganglima en ungviði hafa þrjú pör á fyrsta þroskastigi (lirfustigi). Í heiminum eru þekktar yfir 55.000 tegundir mítla en þó er talið að þær séu vart undir milljón. Á Íslandi hefur talan ekki verið fastsett en um hundruð tegunda er að ræða í það minnsta.

Samkvæmt því flokkunarkerfi sem hér er fylgt eru ættbálkar mítla sex, þar af fimm sem eiga fulltrúa á Íslandi:  fitumítlar (Astigmata), brynjumítlar (Oribatida), flosmítlar (Prostigmata), blóðmítlar (Ixodida) og ránmítlar (Mesostigmata). Sá sjötti er afar fáliðaður ættbálkur, Notostigmata, sem ekki á fulltrúa á Íslandi.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |