Trjábukkaætt (Cerambycidae)

Barrbukkur - Monochamus sutor
Picture: Erling Ólafsson
Barrbukkur (Monochamus sutor) í lófa sem sýnir stærðina. Dæmigerður trjábukkur með langa fálmara og í litum sem leynast vel.

Almennt

Trjábukkar eru afar áhugaverðar bjöllur og ættin tegundarík en í heiminum er þekktar um 26.000 tegundir. Fræðiheitið er komið úr grískri goðafræði. Fjárhirðirinn Cerambos lenti í útistöðum við gyðlur sem þá breyttu honum í stóra bjöllu með horn.

Flestir trjábukkar eru stórvaxnir, margir með stærstu bjöllum, sá stærsti með bol sem er allt að 17 cm langur, talinn vera stærsta skordýr sem þekkist. Einkenni ættarinnar eru mjög eindregin, geysilangir fálmarar, oftast að minnsta kosti jafnlangir bolnum, oft mun jafnvel miklu lengri. Á mörgum tungumálum eru alþýðuheiti ættarinnar dregin af þessum sérkennum., til dæmis longicorns (langhyrningar). Bukkur kemur einnig fyrir í heitum sem skírskotun til langhyrndra geithafra. Ekki hafa þó allar tegundir svo langa fálmara og eru ættareinkenni slíkra ekki jafn augljós.

Trjábukkar eru flestir langir, grannir, jafnhliða. Höfuð sterkt og bitkjálkar öflugir, fætur sterklegir. Litafar er fjölbreytilegt. Þó flestir skrýðist felulitum þá og eru margar tegundir afar skrautlegar. Sumar líkja eftir óskyldum varasömum skordýrum eins og býflugum og geitungum til að styrkja varnir sínar. Kynjamunur er algengur og hafa kvendýr oftast styttri fálmara. Lirfur alast upp inni í viði trjáa bæði lifandi og rotnandi, sjaldnar í byggingarviði húsa. Margar eru sérhæfðar á hýsiltré, lifa á einni tegund eða nokkrum skyldum. Það getur tekið þær nokkur ár að vaxa upp.

Trjábukkar lifa ekki á Íslandi en berast oft til landsins með viðarvörum, byggingarviði, vörubrettum, eldiviðarkubbum og nýsmíðuðum húsgögnum. Oftast hafa þær lifað af er tré var fellt og sagað niður í smíðavið, haldið áfram að þroskast inni í viðnum. Síðan hafa fullþroska bjöllur skriðið út úr honum hér. Trjábukkar berast þannig hvaðan æva að úr heiminum. Oft er uppruninn ekki þekktur og getur því reynst torsótt að finna tegundunum heiti. Alls hafa 32 hingað komnar tegundir verið nafngreindar. Margar til viðbótar eru varðveittar ónafngreindar í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands og vonandi fá þær sitt auðkenni síðar meir.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |