Furubukkur (Monochamus galloprovincialis)

Distribution

Mestöll Evrópa, allt norður að heimskautsbaug, vestanvert Rússland og Norður-Afríka.

Ísland: Suðvesturland, Borgarfjörður, Sauðárkrókur og Stöðvarfjörður.

Life styles

Furubukkur elst upp í gömlum og nýdauðum skógarfurum (Pinus sylvestris), trjám sem hafa fallið í vondum veðrum eða verið skilin eftir í skógum til að morkna. Til að furubukkur dafni í skóginum er mikilvægt að hreinsa ekki burt dauðu trén. Skógar með þurrum,og sendnum botnum á strandsvæðum eru ákjósanleg búsvæði. Bukkarnir verpa jafnan í efri hluta trjánna bæði á standandi trjám og föllnum. Fullorðin dýr má sjá á kreiki í júlí og ágúst, oft á hlaupum á nýdauðum trjám og fljúgandi milli trjáa á sólríkum dögum.

In General

Furubukkur slæðist til landsins á ári hverju með timbri og vörubrettum. Flestar bjöllurnar hafa fundist hér í júlí og ágúst, færri í öðrum mánuðum.

Furubukkur (17-26 mm) er afar breytilegur að stærð, bæði kyn. Lýsing á grenibukk á að mestu leyti við einnig um furubukk. Það sem helst aðskilur er að karldýr og kvendýr eru ámóta löng og breið yfir skjaldvængi, bolur karldýra varla mjókkandi aftur. Á hliðum hálsskjaldar er gul hæring aftan við útskotin. Yfir miðja skjaldvængi er ekki dæld og ekki fíngerð gulleit hæring aftan til á skjaldvængjum. Framan í gula hárapúðann á skuti er geil sem ekki nær alla leið í gegn.

Distribution map

Images

References

Bense, U. 1995. Longhorn Beetles. Illustrated Key to Cereambycidae and Vesperidae of Europe. Margraf Verlag, Weikersheim.

Ehnström, B. 2007. Skalbaggar: Långhorningar. Coleoptera: Cerambycidae. Nationalnyckeln till Sveriges flora och fauna. Svenska artprojektet, Artdatabanken, Uppsala. 302 bls.

Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.

Wallin, H., M. Schroeder & T. Kvamme 2013. A review of the European species of Monochamus Dejean, 1821 (Coleoptera, Cerambycidae) – with a description of the genitalia characters. Norwegian Journar of entomology 60: 11-38.

Author

Erling Ólafsson 13. ágúst 2019.

Biota

Tegund (Species)
Furubukkur (Monochamus galloprovincialis)