Agnarbjallnaætt (Corylophidae)

Almennt

Fáliðuð ætt afar smávaxinna bjallna, um 200 tegundir þekktar í heiminum, þar af 37 skráðar í Evrópu. Bjöllurnar eru agnarsmáar, á stærðarbilinu 0,5-2,3 mm, egglaga, kúptar, sléttar og gljáandi, svartar, brúnar, rauðbrúnar. Hálsskjöldur er stór og höfuð oft falið inn undir honum. Fámarar litlir, stór stofnliður, við taka litlir fínni liðir og þrír stærri endaliðir mynda kólf. Bæði fullorðnar bjöllur og lirfur nærast á sveppagróum.

Engin tegund agnarbjallna lifir á Íslandi ef undan er skilið tilfelli þar sem tegund fluttist inn með gróðurvörum og hélst við í gróðurhúsi, sennilega tímabundið. Því var þó ekki fylgt eftir sem skyldi.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |