Nafarbjallnaætt (Lyctidae)

Almennt

Ættin er fáliðuð en aðeins eru um 70 tegundir þekktar í heiminum, þar af 14 skráðar í Evrópu. Þær eru litlar, vart meira en 4 mm, margar minni, mjóar staflaga, með hringlaga hálsskjöld og langa jafnhliða skjaldvængi. Fálmarar hafa tveggja liða kólf. Bjöllurnar verpa í trjávið. Kreptar lirfurnar vaxa upp inni í viðnum og hola hann innan með tímanum. Fullþroska bjöllur naga sig út úr viðnum og skilja eftir sig lítil borgöt á yfirborðinu. Þær dreifa sér og finna nýjan við til að verpa í. Við nag lirfanna breytist viðurinn í duft sem sáldrast út um klakgöt bjallnanna. Tegundirnar eru yfirleitt sérhæfðar á viðartegundir lauftrjáa, sumar á harðviði aðrar á mýkri tegundum. Nafarbjöllur geta orðið skaðvaldar á húsgögnum, parketi, gluggalistum og öðru tréverki, tréstyttum og öðrum minjagripum sem ferðamenn falla fyrir í suðrænum löndum og taka með sér heim.

Þrjá nafngreindar tegundir nafarbjallna hafa fundist á Íslandi. Ekki er víst að nein þeirra hafi hér fasta búsetu. Líklegra er að þær séu að berast af og til með innfluttum sýktum trjáviði. Vissulega kunna þær að hafast við í híbýlum um einhvern tíma, jafnvel lengri tíma.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |