Djásnbjallnaætt (Rutelidae)

Almennt

Ekki eru allir sammála um stöðu þessarar ættar og telja hana undirætt innan tordýfilsættar (Scarabaeidae), þar sem hún var löngum staðsett sem undirætt (Rutelinae). Hvað sem því líður eru 4.100 tegundir taldar til ættarinnar í heiminum. Í Evrópu losa þær 100, flestar á suðurslóðum. Fræðiheitið er dregið af ættkvíslinni Rutela þar sem latneskan er rangfærð úr rutilus (rauður).

Djásnbjöllur eru stórar, breiðar og kúptar með mikinn hálsskjöld og skjaldvængi, áberandi skutplötu aftan við hálsskjöldinn. Þær eru einfaldar að gerð miðað við ýmsar tegundir af tengdum ættum, ekki með allskyns horn og útvexti. Þær eru hins vegar margar afar litskrúðugar, grænar, gular, rauðar, litskiptar, flekkóttar, röndóttar, gjarnan gljáandi, hágljáandi, líkastar skartgripum og öðru djásni. Fálmarar úr 9-10 liðum og mynda þrír endaliðir kólf. Fullorðnar bjöllur éta laufblöð og aldin en lifurnar rætur og rotnandi plöntuleifar.

Á Íslandi finnast engar þessara glæsilegu djásnbjallna en tvær tegundir hafa borist til landsins með blómasendingum.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |