Jötunuxaætt (Staphylinidae)

Almennt

Jötunuxaætt, uxabjöllur, er með tegundaríkustu ættum bjallna, yfir 63.000 tegundir skráðar um heim allan. Uxabjöllur eru sumar agnarsmáar en aðrar stórar, 1-35 mm á lengd. Mikill meirihluti tegunda fer þó ekki yfir 8 mm. Eins og við má búast er fjölbreytileikinn mikill í svo fjölskipuðum hópi, þó að grunni til sé bygging festra tegunda áþekk, þ.e. grannur og langur bolur og skjaldvængir það stuttir að þeir hylja ekki afturbolinn nema að litlu leyti. Oftast er bolurinn jafngrannur alla sína lengd, sumar breiðastar yfir hálskjöld og skjaldvængi með afturbol sem mjókkar aftur. Fálmarar, 11 liða, oftast einfaldir þráðlaga, stundum með kólfmynduðum enda. Afturbolurinn afar sveigjanlegur, upp og niður og til hliða. Litir uxabjallna eru fjölbreytilegir, svartir, brúnir, gulir, rauðir, stundum litskiptir.

Uxabjöllur finnast hvarvetna, í flestum hugsanlegum búsvæðum. Meira að segja í fjörum sem hverfa undir sjó í aðfalli. Þær eru upp til hópa rándýr sem veiða önnur smádýr og nærast aldrei að plöntum. Dæmi eru um sníkjulífi, t.d. í púpum tvívængja.

Jötunuxaættin er langtegundaríkasta ætt bjallna á Íslandi. Þekktar eru 73 tegundir sem allar eru landlægar og lifa í náttúrunni.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |