Hnoðuxi (Aleochara sparsa)

Hnoðuxi - Aleochara sparsa
Picture: Erling Ólafsson
Hnoðuxi. 3,5 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Mestöll Evrópa til N-Skandinavíu og eyja í N-Atlantshafi; Mið-Asía.

Ísland: Strjálir fundarstaðir á láglendi um allt land, flestir á sunnanverðu landinu.

Lífshættir

Hnoðuxi finnst einkum við sveitabýli, ræktunarstöðvar og í húsagörðum. Hann heldur sig mest í rotnandi gróðurúrgangi þar sem hann veiðir sér önnur smádýr til matar. Fullorðnar bjöllur liggja í vetrardvala og birtast senmma á vorin eða í mars. Þær verpa á vorin, lirfurnar smeygja sér inn í púpur tvívængna, éta innvolsið og fullvaxnar púpa þær sig inni í púpuhýði hýsilsins. Næsta kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsumars og þær sjást á ferli fram eftir október. Minna ber því á bjöllunum um hásumarið á uppvaxtartíma ungviðis.

Almennt

Hnoðuxi er af algengri gerð uxa og sést gjarnan skríðandi á húsveggjum nálægt safnhaugum, blóma- og matjurtabeðum. Hann er biksvartur og gljáandi, kýttur að framanverðu og með frekar kúpta skjaldvængi. Fálmarar eru tiltölulega stuttir og liðir þeirra styttri en þeir eru breiðir.

Hnoðuxi (Aleochara sparsa) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Hnoðuxi (Aleochara sparsa) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |