Tannabjallnaætt (Silvanidae)

Almennt

Ættin finnst í öllum heimsálfum en fjölbreytileikinn er mestur í hitabeltislöndum gamla heimsins. Alls eru þekktar um 500 tegundir í heiminum, í Evrópu rétt um 40. Flestar tegundirnar eru smávaxnar allt frá rúmum 1 mm upp í 15 mm þær stærstu. Margar eru grannvaxnar, staflaga, jafnhliða, sumar með nett hvelfdar hliðarlínur. Bolurinn frekar flatvaxinn, fínhærður, skelin oft með holupunktum og skjaldvængir með rifflum langsum. Fálmarar oft með greinilegan kólf, stundum ekki. Hliðar hálsskjaldar oft tenntar og höfuð teygt vel fram fyrir rætur fálmara. Langflestar tegundir eru sveppaætur. Sumar finnast því gjarnan í rakri kornvöru sem liggur undir skemmdum og liggur vel við sýkingu.

Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir tannabjallna. Tvær eru landlægar í híbýlum okkar, hinar tvær tilfallandi innfluttar með kornvöru.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |