Grasfluguætt (Opomyzidae)

Almennt

Fjöldi tegund í heiminum liggur ekki fyrir en að öllum líkindum er ættin fáliðuð en í Evrópu eru skráðar aðeins 33 tegundir.

Hér eru smávaxnar flugur, örfáir mm, mjóslegnar oftast fínbyggðar, gular, rauðleitar, brúnar, svartar á lit. Vængir eru mjóir, flekkóttir. Flugurnar halda sig einkum í opnum gróðurlendum en lirfurnar vaxa upp inni í grösum, einnig í ræktuðum korntegundum og eru sumar tegundir meinsemdir í ræktun slíkra.

Á Íslandi finnst ein tegund sem hefur sennilega borist til landsins á seinni hluta síðustu aldar og náð tryggri fótfestu bæði í byggð og náttúru.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |