Almennt
Þekktar eru yfir 750 tegundir í heiminum. Í Evrópu eru 85 tegundir skráðar.
Flugurnar eru meðalstórar til stórar með mjóan langan bol og langa fótleggi. Þær eru gular, gráar, grábrúnar, brúnar, oft tvílitar. Á þær vantar alla bursta sem eru svo einkennandi fyrir flestar ættir tvívængja. Vængir eru langir, og vita út á við í kyrrstöðu, oftast með flekkjum eða skuggum. Munnlimir eru einkennandi en þeir mynda langan sterkan sting. Margar tegundir eru blósugur, aðrar ráðast á önnur smádýr og sjúga úr þeim vessana. Flugurnar sitja oft á trjábolum hnarreistar og vakandi fyrir bráð sem þær ráðast á með snörpum skyndiatlögum. Lirfur eru einnig rándýr í gróðursverði.
Á Íslandi finnst ein tegund ættarinnar á tveim aðskildum útbreiðslusvæðum, í Fnjóskadal á Norðurlandi og í uppsveitum Suðurlands. Óvíst er um upprunann.
Höfundur
Erling Ólafsson 9. janúar 2017.
Was the content helpful
Back to top