Mykjufluga (Scathophaga stercoraria)

Mykjufluga - Scathophaga stercoraria
Picture: Erling Ólafsson
Mykjufluga, kvendýr. 6 mm. ©EÓ
Mykjufluga - Scathophaga stercoraria
Picture: Erling Ólafsson
Mykjufluga, karldýr. 7 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Gjörvöll Evrópa frá nyrstu slóðum til suðurs; Færeyjar, Miðjarðarhafslönd Afríku og Asíu, Kanaríeyjar, Azoreyjar og Madeira, Síbería, Novaya Zemlya, Grænland, norðanverð N-Ameríka.

Ísland: Algeng um land allt, jafnt á láglendi sem hálendi.

Lífshættir

Fullorðnar mykjuflugur eru á ferli frá vori og fram eftir hausti en í mestum fjölda um og upp úr miðju sumri. Þær finnast hvarvetna en kjósa bithaga búsmala örðum stöðum fremur. Á hálendinu eru þær t.d. fáliðaðar þar sem engin er sauðfjárbeitin. Mykjuflugur safnast saman á nýjum húsdýraskít til mökunar og veiða, stundum í miklum fjölda. Flugurnar veiða aðrar flugur sér til matar. Þær verpa í húsdýraskít þar sem lirfurnar alast upp og leggja sér til munns lirfur annarra skordýra og einnig skítinn sjálfan.

Almennt

Mykjufluga er flestum kunn, einkum sem gula loðna flugan sem oft situr í miklum fjölda á mykjuskán í haga. Þessar gulu eru karlflugurnar, en með þeim á skítnum eru kvenflugur sem minna fer fyrir, enda grænmóskulegar og falla betur að umhverfinu. Reyndar er breytileikinn mikill, bæði hvað stærð og skýrleika lita varðar. Litlar karlflugur eru oft ekki svo frábrugðnar kvenflugum á lit. Stundum verða þeir litlu stærri körlum að bráð.

Mykjufluga (Scathophaga stercoraria) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Mykjufluga (Scathophaga stercoraria) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Hrefna Sigurjónsdóttir 1997. Mykjuflugan. Náttúrufræðingurinn 67: 3–19.

Nielsen, P., O. Ringdahl & S.L. Tuxen 1954. Diptera 1 (exclusive of Ceratopogonidae and Chironomidae). Zoology of Iceland III, Part 48a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 189 bls.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |