Glitmalaætt (Argyresthiidae)

Almennt

Glitmalaætt var lengi undirætt í spunamalaætt (Yponomeutidae) en varð síðar fullgild.

Ættkvíslarheitið Argyresthia er komið úr grísku og merkir silfurkjóll eða silfurklæðnaður sem segir nokkuð um þessi smávöxnu skrautlegu sindrandi fiðrildi. Sumar tegundir eru nánast hvítar á lit, aðrar með gylltum blettum, enn aðrar meira gylltar en hvítar og mynstraðar á ýmsa vegu.  Fiðrildin sitja á einkennandi hátt. Þau tylla sér á tvö fremri fótapörin og halla fram. Afturfætur eru dregnir inn undir afturbolinn. Flestar lirfur nærast á berki eða merg brumknappa trjáa, einkum barrtrjáa, sumar á lauftrjám, sumar inni í barrnálum eða aldinum. Skógar eru kjörlendi glitmala.

Ættin finnst um heim allan en hún er fáliðuð. Þekktar eru 150 tegundir sem allar  heyra undir ættkvíslina Argyresthia. Í Evrópu finnast 40 tegundir. Ein tegund er hér nýlegur landnemi.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |