Almennt
Bugðufiðrildaætt er flókin og tengsl hennar við nánustu ættir óljós og umdeild. Í þeim fræðum er margt ókannað. Um 4.500 tegundir hafa verið hýstar í ættinni en þeim fjölgar jafnt og þétt vegna tilfærslna og lýsinga nýrra tegunda. Í Evrópu eru um 770 tegundir skráðar.
Bugðufiðrildi eru smávaxin, grönn, með kögraða vængi, framvængir mjóir, afturvængir með einkennandi bugðu inn í afturjaðarinn utan við miðju þannig að vængur dregst út í odd. Af þessu einkenni dregur ættin íslenska heitið. Lirfur alast í flestum tilvikum upp inni í vefjum fæðuplantna.
Á Íslandi hafa fundist sex tegundir bugðufiðrilda. Fjórar finnast í náttúrunni og ein innanhúss. Ein innflutt tegund hefur verið nafngreind.
Höfundur
Erling Ólafsson 16. nóvember 2016.
Was the content helpful
Back to top