Skrautfeti (Dysstroma citrata)

Skrautfeti - Dysstroma citrata
Picture: Erling Ólafsson
Skrautfeti. 18 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Evrópa frá Alpafjöllum norður til Íshafsstranda, austur um N- og M-Asíu til stranda Kyrrahafs og Japans; Færeyjar.

Ísland: Algengur á láglendi um land allt, á miðhálendinu fundinn á Vesturöræfum (e.t.v. flækingur þar).

Lífshættir

Skrautfeti finnst við fjölbreytilegar aðstæður. Hann er einkar hrifinn af deiglendi með bláberjalyngi (Vaccinium uliginosum) og fjalldrapa (Betula nana), finnst einnig í mólendi, kjarrlendi og blómlendi. Lirfurnar éta ýmsar tegundir plantna, t.d. bláberjalyng (Vaccinium), birki (Betula), víði (Salix) og eyrarrós (Chamerion latifolium). Eggin geymast yfir veturinn til að klekjast á vorin. Lirfurnar vaxa upp fyrri hluta sumars og púpa sig á miðju sumri. Fiðrildin fljúga síðan frá miðjum júlí og fram yfir miðjan september, í mestum fjölda í ágúst.

Almennt

Skrautfeti er með algengari fiðrildum á flögri hérlendis síðari hluta sumars. Hann er afar breytilegur á lit, sumir með óvenju skýru mynstri á framvængjum þar sem skiptast á dökkir og ljósir fletir, en grunnlitur margra er brúnleitur eða rauðbrúnn. Oft má merkja svarta pílu á enda framvængja.

Skrautfeti (Dysstroma citrata) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Skrautfeti (Dysstroma citrata) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Erling Ólafsson & Hálfdán Björnsson 1997. Fiðrildi á Íslandi 1995. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 32. 136 bls.

Skou, P. 1984. Nordens Målere. Håndbog over de danske og fennoskandiske arter af Drepanidae og Geometridae (Lepidoptera). Danmarks Dyreliv 2. Fauna Bøger & Apollo Bøger, Kaupmannahöfn & Svendborg. 332 bls.

Wolff, N.L. 1971. Lepidoptera. Zoology of Iceland III, Part 45. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 193 bls.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |