Sneglufiðrildaætt (Limacodidae)

Almennt

Sneglufiðrildi eru afar framandi og ólík þeim fiðrildum sem við eigum að venjast á norðurhjara enda eru heimkynni ættarinnar fyrst og fremst í hitabeltislöndum þó tegundir finnist í öllum heimshlutum. Af sneglufiðrildum eru þekktar um 1.000 tegundir en einungis fimm þeirra lifa í Evrópu. Fiðrildin eru miðlungsstór með grófum hreisturflögum sem gera þau afar úfin og groddaleg. Þau eru oft brúnleit stundum litfegurri og með litmynstum. Þegar þau sitja er títt að afturbolir rísi upp og myndi horn við frambolinn. Fiðrildin eru framandi en það á ekki síður við um lirfurnar sem eru margar hverjar afar furðulegar. Þær eru alsettar burstum, oft sterkum burstum sem stinga og gefa frá sér eitur, stundum gildir boltar í undarlegum litum, stundum með allskyns langa arma og geta þá líkst armlöngum öpum hangandi í trjám. Lirfunum er gjarnan líkt við snigla en margar líkjast einna helst bertálknasniglum í sjó.

Því fer fjarri að sneglufiðrildi geti lifað á Íslandi. Hingað hafa þó borist tvær framandi tegundir sneglufiðrilda með gróðurvörum.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |