Apasnegla (Phobetron hipparchia)

Apasnegla - Phobetron hipparchia
Picture: Erling Ólafsson
Apasnegla, lengd aftur á vængenda 18 mm. ©EÓ
Apasnegla - Phobetron hipparchia
Picture: Erling Ólafsson
Apasnegla, lengd aftur á vængenda 18 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Útbreidd í Mið- og Suður-Ameríku, allt frá Mexíkó og suður úr, og berst þaðan einkum með banönum til annarra heimsálfa.

Ísland: Tveir fundarstaðir, Kópavogur og Blönduós.

Lífshættir

Litlar upplýsingar finnast aðgengilegar um apasneglu nema þær helstar að lirfurnar nærist á margskonar trjám, m.a. bananatrjám (Musa) og Gliricidia sepium.

Almennt

Apasnegla hefur tvívegis fundist hér á landi, á Blönduósi 12. febrúar 1996 og í Kópavogi 16. október 2009. Ekki hefur verið staðfest með hvers konar varningi fiðrildin bárust til landsins, en bæði fiðrildin fundust í verslunum með matvæli. Bananasendingar liggja óneitanlega undir grun en kunnugt er um nýklakið fiðrildi í banönum sem voru fluttir til Danmerkur frá Equador í október 1991.

Apasnegla er einkar framandi fiðrildi að sjá enda langt að komin. Hún er bústin og kubbsleg og afar skrautleg, frambolur og framvængir með flóknu mynstri í appelsínugulum, rauðum og brúnum litum, afturbolur einlitur svartur eða rauðgulur og svartur með rauðgulan krans um afturendann. Fætur eru langir og kröftugir, alsettir þéttum hárafeldi og ná mjög traustu haldi á undirlagi. Yfirborð framvængja er alsett bólum. Lirfur eru mjög sérkennilegar (Monkey slug á ensku) en þær hafa því miður ekki fundist hér. Þær eru gular til rauðgular og minna helst á bertálknasnigla í sjó, með sex langar fingurlaga totur út frá hliðum bolsins og fjórar helmingi styttri og grennri totur á sitthvorum enda. Lirfurnar eru auk þessa búnaðar alþaktar grófum hárum og burstum sem gefa frá sér ertandi eitur við snertingu.

Apasnegla (Phobetron hipparchia) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands
Apasnegla (Phobetron hipparchia) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Hogue, C.L. 1984. Latin American Insects and Entomology. University of California Press, Berkley og Los Angeles. 508 bls.

Karsholt, O. 1994. Nogle indslæbte sommerfugle i Danmark samt bemærkninger om dette emne. Ent. Meddr 62: 1–6.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |