Stúffiðrildaætt (Momphidae)

Almennt

Ættin er tegundafá, 115 tegundir þekktar í heiminum og aðeins 19 í Evrópu, allar sömu ættkvíslar (Mompha). Stúffiðrildi eru smávaxin, stundum tiltölulega breið miðað við lengd. Brúnleit, bronslituð, hvít, oft dökk og hvít til helminga með dílum og blettum. Vængir vafðir utan um bolinn í hvíld. Oft mynda hreisturflögur lítil pöruð horn á framvængjum. Lirfur vaxa upp inni í vefjum fæðuplantna.

Á Íslandi finnst ein tegund stúffiðrilda afar fágæt og staðbundin syðst á landinu.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |