Dröfnufiðrildaætt (Nymphalidae)

Almennt

Ættin er tegundaríkust skrautlegu fiðrildanna sem oft ganga undir heitinu dagfiðrildi og vekja hvað mestu aðdáunina. Alls eru þekktar um 6000 tegundir víða um heim. Flestar tegundirnar eru meðalstórar til stórar, en smávaxnar tegundir eru fágætari. Margar halda skrautlegum vængjum saman lögðum upp frá bolnum í hvíldarstöðu þannig að aðeins neðra borðið sést og er það jafnan daufara á lit eða dökkt, jafnvel eftirlíking visnaðra laufblaða. Þannig leynast fiðildin betur er á þarf að halda. Það einkennir ættina öðru fremur að fremsta fótaparið er vanþróað og ekki notað sem ganglimir, fætur gjarnan upprúllaðir.

Engin tegund af ættinni lifir á Íslandi en alls hafa 14 tegundir borist til landsins svo kunnugt sé. Tvær þeirra hafa borist með vindum frá Suður-Evrópu eða Norður-Afríku, stundum í umtalsverðum fjölda. Hinar hafa slæðst með varningi eða skipum, sumar hverjar árlega, aðrar sjaldnar.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |