Mölfiðrildaætt (Tineidae)

Almennt

Mölfiðrildaætt hýsir um 3.000 þekktar tegundir um heim allan, þar af um 280 í Evrópu. Mölfiðrildi eru flest smávaxin með tiltölulega mjóa vængi, framvængi sem stundum breikka út til endanna og í hvíld leggjast yfir bolinn eins og þakris. Þannig líkist sitjandi mölfiðrildi helst sljóum blýantsoddi. Mölfiðrildi eru fjölbreytileg á lit, ýmist einlit, oftast dökk, stundum með skrautlegu litmynstri. Hreisturflögur á höfði eru oft stórar og grófgerðar og standa út frá höfðinu, sem þá líkjast ógreiddum úfinkollum. Mölfiðrildi eru óvenjuleg að því leyti að fæst þeirra lifa á plöntum, öllu heldur sveppum og úrgangi, dýrahárum og fiðri bæði í húsum og hreiðrum fugla. Hér leynast því meindýr.

Af mölfiðrildaætt hafa fundist átta tegundir á Íslandi. Tvær eru landlægar. Önnur þeirra finnst í upphituðum húsum, önnur var tíð í híbýlum áður fyrr þegar ullarklæði voru í hverjum skáp en nú frekar í gripahúsum og jafnvel tengd hreiðrum fugla utanhúss. Sex tegundir hafa borist með innfluttum varningi.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |