Stökkskottur (Microcoryphia)

Almennt

Stökkskottur eru mjög frumstæð, vængjalaus skordýr sem lítið hafa breyst frá því að þær komu fram á sjónarsviðið með fyrstu skordýrum. Stökkskottur hafa frumstæðari kjálka en önnur skordýr. Þær eru aflangar og mjókka aftur, bolurinn 12-14 mm langur, með þrjú löng liðskipt skott sem öll beinast aftur frá bolnum, miðskottið lengst. Þær beita skottunum til að stökkva. Hafa langa, þráðlaga fálmara, stór samsett augu sem ná saman ofan á höfðinu. Auk þriggja fótapara á frambol hafa stökkskottur leifar liðskiptra fóta á afturbol sem bera uppruna þeirra vitni, þ.e. forföður sem skordýrin eiga sameiginlegan með fjölfætlum. Þær eru snarar í snúningum. Í heiminum eru um 350 tegundir þekktar. Í Evrópu eru 2 ættir, önnur þeirra finnst á Íslandi og aðeins 1 tegund.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |