Lýs (Phthiraptera)

Almennt

Naglýs eru smávaxin, flatvaxin, vængjalaus sníkjudýr á fuglum og spendýrum, af sama þróunarmeiði og ryklýs og eru náskyldar þeim. Þær eru sérhæfðar á hýsla, leggjast á eina tegund eða fáar náskyldar, auk þess oft sérhæfðar á stað á hýslinum. Sumir hýslar bera nokkrar tegundir lúsa sem sérhæfa sig á ákveðna líkamshluta. Lýs skiptast í þrjá undirættbálka, Amblycera, naglýs á fuglum, Ischnocera, naglýs á fuglum og spendýrum, og Anoplura, soglýs á spendýrum. Naglýs lifa utan á hýslum sínum og naga fiður, hár og húðflögur. Höfuðið er breitt með lítil eða engin augu, fálmarar stuttir og munnlimir gerðir til að naga. Fætur með sterkar klær og vel búnir til að tryggja festu á hýslinum. Soglýs sjúga blóð úr spendýrum. Höfuðið er mjótt, lítil eða engin augu, fálmarar stuttir og munnlimir mótaðir til að sprengja húð og sjúga. Ein sterk kló er á hverjum fæti, til að tryggja festingu við hýsilinn. Í heiminum eru yfir 3.000 tegundir lúsa þekktar. Í Evrópu eru 17 ættir, 8 ættir finnast á Íslandi, alls 78 tegundir auk nokkurra undirtegunda. Langflestar eru naglýs á fuglum, 5 naglýs á spendýrum og 6 soglýs á spendýrum, þar af 3 á manninum (1 þó sennilega horfin).

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |