Steinflugur (Plecoptera)

Almennt

Steinflugur eru meðalstór, frumstæð skordýr. Þær hafa fá sláandi einkenni. Mjúkur bolurinn  er langur og grannur, jafnbreiður frá höfði og aftur. Fálmarar eru langir, þráðlaga, samsett augu nokkuð stór. Þær hafa tvö pör vængja sem leggjast flatir yfir afturbol í hvíld, afturvængir mun breiðari en framvængir. Sumar tegundir eru vænglausar, aðrar hafa misst afturvængina. Tvö löng liðskipt skott. Ungviði elst upp á vatnsbotnum, jafnt rennandi sem kyrru, svo fremi sem vatnið er súrefnisríkt. Þær eru afar viðkvæmar fyrir mengun og henta því vel til að kanna ástand vatns. Ungviði líkist fullorðnum dýrum án vængja. Sum hafa tálkn nánast hvar sem er á bolnum önnur ekki og taka þá súrefni úr vatninu inn í gegnum skelina. Flestar tegundir éta vatnaplöntur og þörunga, færri lifa á ránum. Ungviði vex upp með fjölmörgum hamskiptum og tekur uppvöxtur allt frá einu ári upp í nokkur ár. Fullorðin dýr eiga fastan klaktíma og lifa í fáeinar vikur, sum nærast ekki, önnur eru plöntuætur. Í heiminum eru 3.500 tegundir þekktar. Í Evrópu eru 7 ættir, 1 ætt á Íslandi og aðeins ein tegund.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |