Ryklýs (Psocoptera)

Almennt

Ryklýs skiptast í þrjá undirættbálka; Psocomorpha, Troctomorpha, Trogiomorpha. Þær eru smávaxin skordýr, flestar agnarsmáar, gjarnan ljósleitar, með mjúkan og viðkvæman bol, stundum þó dökkar á lit. Höfuð er kúlulaga með allstór samsett, útstæð augu, langa, örfína og margliðskipta fálmara, enni framstætt. Frambolur lítill en afturbolur gjarnan þaninn. Að grunni til með tvö pör vængja, framvængir stærri en afturvængir, stundum með eitt par eða án vængja, vængir stundum umbreyttir. Ryklýs lifa margar á sveppum, fléttum og þörungum t.d. í trjáberki, svo og á lífrænum leifum. Sumar lifa innanhúss á sveppum og sellulósa, gjarnan í gömlum bókum þar sem þær nærast ekki síst á líminu. Ungviðið líkist fullorðnum dýrum. Í heiminum eru yfir 5.500 tegundir þekktar. Í Evrópu finnast 15 ættir, 6 ættir á Íslandi, alls 10 tegundir, 7 þeirra einungis innanhúss.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |