Kögurskottur (Zygentoma)

Almennt

Kögurskottur eru frumstæð, vængjalaus skordýr. Bolur þeirra er 10-12 mm langur, þakinn silfurgráu hreistri, breiðastur framan til og mjókkar jafnt aftur, með þrjú löng, hærð skott og vita hliðarskottin aftur og út. Þær hafa langa fálmara, sumar eru augnalausar en íslenskar tegundir með lítil hliðstæð samsett augu. Margar tegundir hafa leifar óliðskiptra fóta á afturbol, íslenskar tegundir tvö pör aftan til. Kögurskottur eru snöggar í hreyfingum sem minna einna helst á hreyfingar fiska sem skjótast. Í heiminum eru um 400 tegundir þekktar. Í Evrópu eru 2 ættir, önnur þeirra finnst á Íslandi og 2 tegundir.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |