Æður (Somateria mollissima)

Æðarfugl, bliki (Somateria mollissima)
Picture: Daníel Bergmann

Æðarfugl, bliki (Somateria mollissima) ♂.

Æðarfugl, kolla (Somateria mollissima)
Picture: Daníel Bergmann

Æðarfugl, kolla (Somateria mollissima) ♀.

Æðarvörp á Íslandi kringum 2000

Kort 1: Æðarvörp á Íslandi kringum 2000 – Colonies of Somateria mollissima in Iceland c. 2000.

Meðaltal æðarfugla á 10 km strandlengju í vetrarfuglatalningum 1952−2014

Kort 2: Meðaltal æðarfugla á 10 km strandlengju í vetrarfuglatalningum 1952−2014 – Winter distribution of Somateria mollissima in mid-winter counts 1952−2014. Numbers indicate mean number of birds per 10 km coastline or at each inland site.

Æðarfuglar í fjaðrafelli

Kort 3: Æðarfuglar í fjaðrafelli – Moulting sites of Somateria mollissima in Iceland.

Vísitala æðarfugls í vetrarfuglatalningum

Vísitala æðarfugls í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands 1952–2014 samkvæmt TRIM-aðferðinni. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á hvern km strandar á öllum talningarsvæðum. Græn lína sýnir 5 ára keðjumeðaltal með með staðalfrávikum. – Annual population index of Somateria mollissima in Iceland,1952−2014, based on mid-winter counts. Analysed with TRIM and depicting 5-year mean and standard error (IINH, unpublished data).

Útbreiðsla

Æðarfugl er afar útbreiddur á norðurhveli jarðar og verpur hér allt í kringum land, en þó aðeins á stöku stað með sendinni suðurströndinni (sjá kort 1). 

Stofn

Stærstu æðarvörpin telja þúsundir para en vetrarstofninn hér er áætlaður um 850 þúsund fuglar (Arnþór Garðarsson 2009). Meðal þeirra eru vetrargestir frá NA-Grænlandi (Meltofte 1978) og Svalbarða (Hanssen o.fl. 2016).

Válisti

VU (í nokkurri hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
VU VU NT

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 9 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1987–2014

Æðarhreiðrum fjölgaði víðast hvar 1980−1990, en fækkaði síðan á Norðurlandi, Vestfjörðum og sums staðar við Breiðafjörð. Á Suðvesturlandi fjölgaði hreiðrum eftir 1980 en fjöldinn hefur staðið í stað síðan 1995 (Jón Einar Jónsson o.fl. 2015) og eins í nokkrum vörpum norðvestanlands 2007–2016 (Jón Einar Jónsson, óbirt heimild).

Vísitala fyrir landið í heild í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar sýnir samfellda aukningu (um 150%) frá því um 1960 til aldamóta en snarpa fækkun eftir það og til 2014. Á viðmiðunartíma fyrir válistamat (1987–2014) bendir vetrarvísitala til um 33% fækkunar æðarfugla hér við land eða 1,48% á ári (sjá graf). Í  ljósi þess að langflestir þeirra eru af íslenskum uppruna er æðarfugl talinn í nokkurri hættu (VU, A2b).

Viðmið IUCN: A2b

A2. Fækkun í stofni ≥30% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt:
(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Æðarfugl var ekki í hættu (LC).

Staða á heimsvísu

Æðarfugli hefur fækkað mikið frá 2000 á mikilvægum vetrarstöðvum í Eystrasalti og raunar víða í Evrópu, einkum vegna ofveiði á fæðudýrum æðarfugls, mengunar, truflunar og veiða. Hann er því talinn í yfirvofandi hættu (NT) á heimsválista og í nokkurri hættu (VU) á Evrópuválista (BirdLife International 2015).

Verndun

Æðarfugl er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem andarvarp er mikið, skal veiðirétthafa heimilt að taka egg frá æðarfugli. Við slíka eggjatöku skulu ávallt skilin eftir minnst fjögur egg í hverju hreiðri. Eggin má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Mikilvæg svæði

Þrenns konar mikilvæg svæði koma til álita fyrir æðarfugl, varpsvæði (sjá kort 1), vetrarstöðvar (sjá kort 2) og fjaðrafellistöðvar (sjá kort 3) og skarast flest þeirra. Auk þess geta æðarfuglar hópast tímabundið á sömu staði ár eftir ár þar sem gnótt er fæðu, jafnvel tugþúsundum saman. Dæmi um slíkt er afar stór hópur (áætlaður um 40 þúsund fuglar) sem sótti í hrygnandi loðnu við Garðskaga á árunum 1970−2000.

Tölulegar upplýsingar um einstök æðarvörp liggja ekki á lausu en hægt er að meta hlutfallslega þýðingu einstakra svæða út frá fyrirliggjandi gögnum. Um 44% íslenska æðarstofnsins verpa á alþjóðlega mikilvægum fuglasvæðum (sjá töflu 1) og tæplega þriðjungur af vetrarstofni æðarfugla fellir fjaðrir innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu 2).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa/Grænland = 31.700 fuglar/birds; 10.567 pör/pairs (BirdLife 2016)

B1 i: Ísland = 8.500 fuglar/birds; 2.833 pör/pairs (BirdLife 2016)

Töflur

Tafla 1: Mikilvæg æðarvörp á Íslandi – Important colonies of Somateria mollissima in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Kalmanstjörn–Garðskagi FG-V_1 B 3.000 1999 1,0 B1i, B2
Álftanes–Skerjafjörður FG-V_2 B 3.300 1999 1,1 B1i, B2
Borgarfjörður–Löngufjörur SF-V_6 B 10.000 1999 3,3 A4iii, B1i, B2
Breiðafjörður SF-V_8 B 60.000 1999 20,0 A4i, A4iii, B1i, B2
Vigur1 SF-V_26 B 3.500 1998 1,2 B1i, B2
Æðey1 SF-V_28 B 4.000 1998 1,3 B1i, B2
Skagi VOT-N_5 B 8.000 1999 2,7 B1i, B2
Hrísey2 SF-N_7 B 3.040 2004 1,0 B1i, B2
Melrakkaslétta SF-N_12 B 8.000 1999 2,7 B1i, B2
Önnur mikilvæg svæði
Other important areas
  B 28.000   9,3  
Alls–Total     130.840   43,6  
*byggt á Jónas Jónsson 2001, Árni Snæbjörnsson, óbirt heimild.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data.
2Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen 2014.

Tafla 2: Æðarfuglar í fjaðrafelli á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Moulting sites of Somateria mollissima in important bird areas in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur1 FG-V_10 N 160.000 1973–1974 19,3 A4i, A4iii, B1i, B2
Breiðafjörður FG-V_11 N 36.000 1980 4,3 A4i, A4iii, B1i, B2
Hornstrandafriðland FG-V_13 N 13.000 1980 1,6 B1i
Þvottárskriður FG-A_4 N 10.000 1980 1,2 B1i
Skarðsfjörður FG-A_6 N 30.000 1980 3,6 A4iii, B1i, B2
Stokkseyri–Eyrarbakki FG-S_1 N 10.000 1980 1,2 B1i
Alls–Total     (259.000)   (31,1)  
*byggt á Arnþór Garðarsson 1982.
1Arnþór Garðarsson1975.

English summary

Somateria mollissima is a common breeding bird in Iceland. The winter population is estimated 850,000 birds, including some tens of thousands from NE-Greenland and Svalbard. Approx. 44% of the birds breed in designated IBAs and approx. 31% of the birds moult in such areas.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, A2b), uplisted from Least concern (LC) in 2000.

Heimildir

Arnþór Garðarsson, ritstj. 1975. Votlendi. Rit Landverndar 4. Reykjavík: Landvernd.

Arnþór Garðarsson 1982. Endur og aðrir vatnafuglar. Í Fuglar. Rit Landverndar 8, bls. 77–111. Reykjavík: Landvernd.

Arnþór Garðarsson 2009. Fjöldi æðarfugls, hávellu, toppandar og stokkandar á grunnsævi að vetri. Bliki 30: 49–54.

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

BirdLife International 2016c. IUCN Red List for birds. http://www.birdlife.org [skoðað 20.10.2016].

Guðmundur A. Guðmundsson og Arnþór Garðarsson 1986. Fuglaathuganir í Dýrafirði og Önundarfirði 1985. Líffræðistofnun Háskólans, fjölrit nr. 23. Reykjavík: Líffræðistofnun Háskólans. http://luvs.hi.is/system/files/fjolrit/fjolrit23_low_res.pdf [skoðað 30.4.2018].

Hanssen, S.A., G.W. Gabrielsen, J.O. Bustnes E. Bråthen Skottene, A.A. Fenstad, H. Strøm, V. Bakken, R.A. Phillips og B. Moe 2016. Migration strategies of common eiders from Svalbard: implications for bilateral conservation management. Polar Biology 39 (11): 2179–2188.

Jón Einar Jónsson, Þórður Örn Kristjánsson, Árni Ásgeirsson og Tómas G. Gunnarsson 2015. Breytingar á fjölda æðarhreiðra á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 85: 141–152.

Jónas Jónsson, ritstj. 2001. Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi. Rit Æðarræktarfélags Íslands. Reykjavík: Mál og mynd.

Meltofte, H. 1978. A breeding association between Eiders and tethered huskies in North-east Greenland. Wildfowl 29: 45–54.

Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen 2014. Fuglar í Hrísey á Eyjafirði. Talning sumarið 2014 með samanburði við talningar 1994 og 2004. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Akureyrar.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |