Heiðagæs (Anser brachyrhynchus)

Distribution

Heiðagæsin verpur aðeins á Svalbarða, Grænlandi og Íslandi. Heiðagæs er alger farfugl og hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi

Population

Sameiginlegur stofn Íslands og Grænlands hefur tuttugufaldast frá 1950 og taldi ríflega 500 þúsund fugla haustið 2015 og var það mun meira en árið áður (Mitchell 2016). Mikill meirihluti þessara fugla verpur hér á landi og er Ísland því helsta varpland heiðagæsar í heiminum en flestir geldfuglarnir fella fjaðrir á Grænlandi. Heiðagæsir verpa langmest á hálendinu en sums staðar er þó töluvert varp á láglendi, t.d. í Skagafirði og niður með stóránum á Norðausturlandi. Þjórsárver voru löngum langstærsta varpið en nú er það í Guðlaugstungum norðvestan Hofsjökuls, um 22 þúsund pör 2010 (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2014b). Er það jafnframt langstærsta heiðagæsavarp í heiminum.

Shortlist

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 11,4 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1984–2017

Heiðagæsastofninn er mjög stór og vaxandi og er því ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Heiðagæs var flokkuð sem tegund ekki í hættu (LC).

Protection

Heiðagæs er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Veiðirétthafa er heimilt að taka heiðagæsaregg, en þá skulu eigi færri en tvö egg skilin eftir í hreiðri. Heiðagæsaregg má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða heiðagæs frá 20. ágúst til 15. mars.

Priority Site

Þrenns konar mikilvæg svæði koma til álita fyrir heiðagæsir, þ.e. varpsvæði, viðkomustaðir (sjá kort) og fjaðrafellistöðvar, og skarast þau sum hver.

Sömu vandkvæði eru við að meta þýðingu einstakra varpsvæða fyrir heiðagæsir og eiga við um álft, þ.e. að hlutfall varppara er óþekkt og stofninn hefur vaxið mikið. Að minnsta kosti sex varpsvæði hér eru flokkuð sem alþjóðlega mikilvæg fyrir heiðagæs og þar verpa yfir 30% stofnsins en væntanlega er það hlutfall miklu hærra, sbr. umfjöllun hér að framan (sjá töflu 1).

Fjölmörg svæði hér hafa án efa alþjóðlega þýðingu fyrir heiðagæsir á fartíma en tölulegar upplýsingar vantar til að skera úr um það með vissu (sjá töflu 2).

Aðeins einn fjaðrafellistaður heiðagæsa er alþjóðlega mikilvægur hér á landi (Eyjabakkar). Þar hafa 1.100−13.100 fuglar fellt flugfjaðrir síðan 1979, voru þeir flestir sumarið 1991 og samsvöruðu þá um 6% stofnsins. Á árunum 2004−2015 voru fuglarnir að jafnaði 3.000−4.000 og um 1% stofnsins á þeim tíma, en fjölgaði í 9.000 fugla sumarið 2016 (Halldór Walter Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2017).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: heimsstofn/global = 6.300 fuglar/birds; 2.100 pör/pairs (Wetlands International 2016, uppfært/updated)

B1 i: Ísland/Grænland/Bretlandseyjar = 5.369 fuglar/birds; 1.790 pör/pairs (Wetlands Int. 2016, uppfært/updated)

Tables

Tafla 1: Heiðagæsavarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Anser brachyrhynchus in important bird areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Guðlaugstungur1 VOT-N_4 B 23.168 2010 18,6 A4i, A4iii, B1i
Skjálfandafljót og Aldeyjarfoss2 VOT-N_14 B 4.724 2002 5,7 A4i, B1i
Vatnajökulsþjóðgarður3,4 VOT-N_15 B 2.000 2010 1,6 B1i
Möðrudalur–Arnardalur VOT-A_1 B 2.240 2001 2,7 A4i, B1i
Jökuldalsheiði4 VOT-A_2 B 1.500 2010 1,2 B1i
Þjórsárver1 VOT-S_4 B 1.539 2010 1,2 B1i
Alls–Total         (31)  
1Kristinn H. Skarphéðinsson o.fl. 2014 2Sigurður H. Magnússon o.fl. 2002 3Halldór W. Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2011 4Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat/rough estimate

Tafla 2: Fjöldi heiðagæsa á tveimur viðkomusvæðum – Number of Anser brachyrhynchus in two traditional staging areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Hornafjörður–Kolgríma VOT-A_4 P 36.000 2012 10,0 A4i, A4iii, B1i
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 P 25.000 2012 7,0 A4i, A4iii, B1i
*byggt á Halldór Walter Stefánsson 2016

Images

References

Halldór Walter Stefánsson 2016. Íslenski grágæsastofninn 2012: fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi. Náttúrustofa Austurlands, NA-160156. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.

Halldór Walter Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2011. Vöktun heiðagæsa á vatnasviði Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal 2005–2010: áhrif Kárahnjúkavirkjunar á heiðagæsir. Náttúrustofa Austurlands NA-110113. Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2011/080. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.

Halldór W. Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2017. Heiðagæsarannsóknir á vatnasviði Kárahnjúkavirkj­unar árið 2016. Náttúrustofa Austurlands, LV-2017-033. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Svenja N.V. Auhage og Arnþór Garðarsson 2014b. Heiðagæsavarp í Þjórsárverum og Guðlaugstungum 2010. Skýrsla til umhverfisráðherra. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Mitchell, C. 2016. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2015 international census. Slimbridge: Wildfowl & Wetlands Trust Report.

Sigurður H. Magnússon, Guðmundur Guðjónsson, Erling Ólafsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Borgþór Magnússon, Hörður Kristinsson, Kristbjörn Egilsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2002. Vistgerðir á fjórum hálendissvæðum. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-02006. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016]

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Heiðagæs (Anser brachyrhynchus)

English Summary

The mid-autumn population of the Iceland-Greenland Anser brachyrhynchus population is >500,000 birds and most of them breed in Iceland. The number of breeding pairs, however, is unknown. Six IBAs are designated as breeding sites and approx. 31% of the total population breed within IBAs. Tentatively, two staging sites areas are designated IBAs, with at least 17% of the population.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.