Margæs (Branta bernicla)

Distribution

Margæsir verpa í heimskautalöndunum nánast allt í kringum norðurhvel jarðar. Deilitegundin B.b. hrota verpur í NA-Kanada og kemur hér við vor og haust (Faxaflói–Breiðafjörður; sjá kort) á leið sinni til og frá vetrarstöðvum á Bretlandseyjum, aðallega Írlandi.

Population

Þessi stofn taldi um 37.000 fugla haustið 2016 (Kendrew Colhoun, óbirt heimild) en fjöldinn veltur á varpárangri sem er afar misjafn frá ári til árs.

Shortlist

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 10,9 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1984–2017

Margæsastofninn hefur vaxið á viðmiðunartímabilinu og er auk þess það stór að hann telst ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Margæs var ekki í hættu (LC).

Protection

Margæs er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Priority Site

Að minnsta kosti fimm svæði eru alþjóðlega mikilvæg fyrir margæsir sem fara hér um og nær allar margæsir dveljast á mikilvægum fuglasvæðum á ferð sinni um landið, bæði á vorin (sjá töflu; Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1997) og haustin (Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa/NA-Kanada = 2.700 fuglar/birds (Wetlands International 2016)

B1 i: NA-Kanada/Grænland/Ísland/Bretlandseyjar = 370 fuglar/birds (Wetlands International 2016, uppfært/updated)

Tables

Meðalfjöldi margæsa á mikilvægum viðkomusvæðum á Íslandi, 1990−2010 – Number of Branta bernicla in important staging areas in Iceland in 1990−2010.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year**% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Álftanes–Skerjafjörður FG-V_2 P 2.473 1990-2010 8,8 A4i, B1i
Blikastaðakró–Leiruvogur FG-V_4 P 397 1990-2010 1,4 B1i
Hvalfjörður FG-V_6 P 1.431 1990-2010 5,1 B1i
Blautós FG-V_7 P 1.354 1990-2010 4,8 B1i
Grunnafjörður FG-V_8 P 2.927 1990-2010 10,5 A4i, B1i
Borgarfjörður–Löngufjörur  FG-V_10 P 5.071 1990-2010 18,1 A4i, B1i
Breiðafjörður  FG-V_11 P 15.522 1990-2010 55,4 A4i, B1i
Alls–Total     29.175   (100)  
*Byggt á Guðmundur A. Guðmundsson og Arnþór Garðarsson, óbirt heimild **Talið/Surveyed: 1990, 1995, 2005, 2006, 2008, 2010

Images

References

Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1997. Numbers of Light-bellied Brent Geese (Branta bernicla hrota) staging in Iceland in spring. Wildfowl 47: 68−72.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016]

Biota

Tegund (Species)
Margæs (Branta bernicla)

English Summary

The Branta bernicla hrota population passing through Iceland numbers 35,000 birds in 2017. Five areas are designated IBAs, holding almost all af the population.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.