Kría (Sterna paradisaea)

Distribution

Krían verpur allt í kringum norðurhvel jarðar og er algengur varpfugl hér á landi. Krían er alger farfugl og dvelst í S-Atlantshafi á vetrum (Egevang o.fl. 2010).

Population

Giskað var á að hér yrpu 250.000−500.000 pör kringum 1990 (Umhverfis­ráðuneytið 1992). Það mat hefur að öllum líkindum verið alltof hátt og er hér fært niður í 150.000−250.000 pör. Stærstu vörpin hafa verið á annnesjum, einkum vestanlands og norðan og sum þeirra hafa talið yfir 10 þúsund pör (sjá kort).

Shortlist

VU (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 13,4 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1977–2017

Kríuvarpi hefur hnignað víða á landinu frá og með 2005 þegar hrun varð í sandsílastofninum. Á sama tíma hefur varpárangur kríunnar verið afar lélegur flest árin á Suður- og Vesturlandi þar sem margar af stærstu byggðunum hafa verið. Flestar kríubyggðir á þessu svæði eru því aðeins svipur hjá sjón og sumar alveg horfnar. Því miður liggja afar litlar tölulegar upplýsingar um flest kríuvörp og nánast ekkert af því hefur verð birt, sjá þó Jóhann Óla Hilmarsson (2017). Auk þess er viðmiðunartímabil mjög langt (40 ár fyrir þrjár kynslóðir). Hér verður þó kría af varfærni flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU, A2ab).

Viðmið IUCN: A2abc

A2. Fækkun í stofni ≥30% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt eftirtöldum atriðum:(a) beinni athugun,(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni,(c) samdrætti á dvalar- eða varpsvæði, útbreiðslusvæði og/eða hnignun búsvæðis.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Kría var ekki í hættu (LC).

Protection

Kría er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Veiðirétthafa er heimilt að taka egg kríu en þó aldrei eftir 15. júní ár hvert.

Priority Site

Kríuvarp hefur að mestu brugðist vegna sandsílaskorts sunnanlands frá 2005 og því eru ekki nægjan­legar upplýsingar til að meta með vissu hvaða kríuvörp hér á landi eru alþjóðlega mikilvæg, auk þess sem marktækar talningar eru tiltölulega fáar. Auk stóra varpsins í Hrísey má teljast afar líklegt að a.m.k. fimm svæði hafi náð alþjóðlegum mörkum á síðustu árum (sjá töflu). Gróflega áætlað gæti um þriðjungur stofnsins orpið á þessum svæðum en óvissa er mikil.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 5.600 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

Tables

Gróft mat á stórum kríuvörpum á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – A rough estimate of large Sterna paradisaea colonies in important bird areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur SF-V_6 B 5.000 2016 2,5  
Snæfellsnes SF-V_7 B 12.500 2016 6,3 A4i, A4iii, B1i
Breiðafjörður SF-V_8 B 15.000 2016 7,5 A4i, A4iii, B1i
Hrísey1 SF-N_7 B 9.800 2014 4,9 A4i, A4iii, B1i
Melrakkaslétta SF-N_12 B 10.000 2016 5,0 A4i, A4iii, B1i
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 15.000   7,5  
Alls–Total     67.300   33,7  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands. 1Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen 2014   

Images

References

Egevang C., I.J. Stenhouse, R. Phillips, Æ. Petersen, J.W. Fox og J.R.D. Silk 2010. Tracking of Arctic terns Sterna paradisaea reveals longest animal migration. Proceedings of the National Academy of Sciences 107: 2078–2081.

Jóhann Óli Hilmarsson 2017. Varpfuglar á Seltjarnarnesi 2017. Unnið fyrir umhverfisnefnd Seltjarnarness.

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen 2014. Fuglar í Hrísey á Eyjafirði. Talning sumarið 2014 með samanburði við talningar 1994 og 2004. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Akureyrar.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Kría (Sterna paradisaea)

English Summary

Sterna paradisaea is very common in Iceland. The population is poorly known and roughly estimated 150,000−250,000 pairs before the crash of the sandeel Ammodytes spp. stocks in 2005. Four areas are designated IBAs for this species and 34% of the birds may breed in such areas.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, A2abc), uplisted from Least concern (LC) in 2000.