Skúmur (Catharacta skua)

Distribution

Skúmur verpur á nokkrum svæðum við norðaustanvert Atlantshaf. Hér er hann algengastur á söndunum sunnanlands en einnig eru stór vörp í Öxarfirði og á Úthéraði (sjá kort). Skúmurinn er alger farfugl og dvelst á vetrum víða um Atlantshaf (Magnúsdóttir o.fl. 2012).

Population

Varpstofn skúms var metinn hér á landi með ítarlegum talningum 1984−1985 og reyndist um 5.400 pör (Lund-Hansen og Lange 1991). Síðan hefur varp dregist saman og fuglum fækkað í langflestum byggðum sem hafa verið skoðaðar, svo stofninn nú er örugglega miklu minni.

Shortlist

CR (í bráðri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
CR LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 17,5 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1985–2037

Skúmsstofninn var metinn á öllu landinu 1984–1985. Síðan hefur verið talið á nokkrum svæðum en ekki þó á megin varpslóðunum á Suðausturlandi fyrr en sumarið 2018. Árið 2000 hafði skúmsvarp aukist verulega á Úthéraði (Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2001). Það hefur verið vaktað frá 2005 og hefur fjöldi fugla sveiflast mikið (Halldór Walter Stefánsson 2014). Hátt hlutfall geldpara sum árin gerir túlkun talninga örðuga og það sama á við um talningar í Öxarfirði en þær benda til verulegrar fækkunar skúma frá 1984 til 2007 (Þorkell Lindberg Þórarinsson o.fl. 2013). Skúmsvarp við Markarfljót er nú aðeins svipur hjá sjón frá því sem áður var (Kristinn Haukur Skarphéðins­son o.fl. 2014). Þá hefur skúmsvarp lagst af frá Reykjanesskaga að Þjórsá og sömuleiðis að mestu á Skógasandi (Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn).

Sterkar vísbendingar voru um fækkun skúma upp úr aldamótum í Öræfum, samhliða lélegum varpárangri (Hálfdán Björnsson, munnleg heimild, 2010) en þar eru höfuðstöðvar skúma á Íslandi. Talningar Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands í júní 2018 sýndu 80% fækkun á Breiðamerkursandi og nágrenni (Björn Arnarson, pers. uppl.). Á svæðinu frá Reynivöllum í austri að Kvíá í vestri voru um 1500 pör árið 1985 (Hansen og Lange 1991) en aðeins um 300 í júní 2018. Þetta er 80% fækkun frá fyrri talningu eða sem nemur 4,88% á ári. Ef þessi þróun er framreiknuð fyrir viðmiðunartímabiltið 1985-2037 eða sem nemur þremur kynslóðum skúma, er niðurstaðan 92% fækkun. Skúmurinn er því flokkaður sem tegund í bráðri hættu (CR, A4abc).

Viðmið IUCN: A4ab

A4. Fækkun í stofni ≥80% á einhverju 10 ára tímabili eða sem nemur þremur kynslóðum, hvort sem er lengra (í allt að 100 ár í framtíðinni) og verður tímabilið að ná bæði til fortíðar og framtíðar OG þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt eftirtöldum atriðum:(a) beinni athugun,(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni,(c) samdrætti á dvalar- eða varpsvæði, útbreiðslusvæði og/eða hnignun búsvæðis.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Skúmur var ekki í hættu (LC).

Protection

Skúmur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem eggja- eða ungataka skúms taldist til hefðbundinna hlunninda 1. júlí 1994, skulu friðunarákvæði laga nr. 64/1994 ekki vera til fyrirstöðu því að veiðirétthafi megi nytja þau hlunnindi eftirleiðis.

Priority Site

Fjórar skúmabyggðir eru hér flokkaðar sem alþjóðlega mikilvægar og um 87% stofnsins urpu á mikilvægum fuglasvæðum kringum 1985 (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 ii: NA-Atlantshaf (heimsstofn/global) = 167 pör/pairs (BirdLife 2016)

B1 ii: A4 ii

Tables

Skúmsvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Colonies of Stercorarius skua in important bird areas in Iceland.*/**

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Öxarfjörður VOT-N_12 B 225 1984 4,2 A4ii, B1ii
Úthérað VOT-A_3 B 100 1984, 1985 1,9  
Breiðamerkursandur VOT-A_5 B 2.820 1985 52,2 A4ii, B1ii
Skeiðarársandur VOT-A_6 B 1.418 1985 26,3 A4ii, B1ii
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 178 1985 3,3 A4ii, B1ii
Alls–Total     4.741   87,8  
*byggt á Lund-Hansen og Lange 1991. **Varp á Skógasandi (175−190 pör 1985) er að mestu liðið undir lok. Byggðin á Úthéraði talin með enda mun stærri eftir 2000, þ.e. 200−300 pör (Halldór Walter Stefánsson 2014). – The Skógasandur colony (175–190 pairs in 1985) is not included as numbers are now much lower. The Úthérað colony, however, is included; 200–300 pairs have bred after 2000.

Images

References

BirdLife International 2016. IUCN Red List for birds. http://www.birdlife.org [skoðað 20.10.2016].

Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun: áhrif breytinga á vatnafari Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á gróður, fugla og seli. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01005. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands. http://utgafa.ni.is/skyrslur/2001/NI-01005.pdf [skoðað 30.4.2018].

Halldór W. Stefánsson 2014. Vöktun skúms á Úthéraði 2005–2013. Náttúrustofa Austurlands, NA-140136. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Svenja N.V. Auhage og Guðmundur A. Guðmundsson 2014. Bakkafjöruvegur: vöktun á fuglalífi 2007−2014.Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-14008. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. http://utgafa.ni.is/skyrslur/2014/NI-14008.pdf [skoðað 30.4.2018].

Lund-Hansen, L.C. og P. Lange 1991. The numbers and distribution of the Great Skua Stercorarius skua breeding in Iceland 1984–1985. Acta Naturalia Islandica 34: 1–16.

Magnúsdóttir, E., E.H.K. Leat, S. Bourgeond, H. Strøme, A. Petersen, R.A. Phillips, S.A. Hanssen, J.O. Bustnes, P. Hersteinsson og R.W. Furness 2012. Wintering areas of Great Skuas Stercorarius skua breeding in Scotland, Iceland and Norway. Bird Study 59: 1–9.

Þorkell Lindberg Þórarinsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Böðvar Þórisson, Guðmundur A. Guðmundsson, Halldór Walter Stefánsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Yann Kolbeinsson 2013. Fuglar á Austursandi við Öxarfjörð. Bliki 32: 59–66.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Skúmur (Catharacta skua)

English Summary

Catharacta skua population in Iceland was estimated 5,400 pairs in 1984−1985, but numbers in some colonies have declined considerably since; 88% of the birds breed in IBAs.

Icelandic Red list 2018: Critically endangered (CR, A4abc), uplisted from Least concern (LC) in 2000.