Sjósvala (Hydrobates leucorhous)

Sjósvala (Hydrobates leucorhous)
Picture: Daníel Bergmann

Sjósvala (Hydrobates leucorhous).

Sjósvala (Hydrobates leucorhous)
Picture: Daníel Bergmann

Sjósvala (Hydrobates leucorhous).

Útbreiðsla

Sjósvala verpur fyrst og fremst við Nýfundnaland og í Kyrrahafi. Langstærsta byggð hennar í Evrópu er talin vera í Vestmannaeyjum. Sjósvala er alger farfugl.

Stofn

Sjósvölustofninn í Vestmannaeyjum var áætlaður um 200 þúsund pör árið 1991 (Erpur Snær Hansen o.fl. 2009). Allt sjósvöluvarp hér er nú innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu) en talið er að fáein pör hafi stundum orpið annars staðar, t.d. í Ingólfshöfða.

Válisti

VU (tegund í nokkurri hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
VU LC VU

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 13 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1991–2030

Sjósvala verpur nær eingöngu á einu svæði hér á landi og telst samkvæmt því í nokkurri hættu (VU, D2) sem er sama flokkun og í Válista 2000. 

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður:
2. Stofn dvelur á mjög takmörkuðu svæði (t.d. minna en 20 km2) eða fáum stöðum (t.d. færri en 5). Slíkum stofni gæti verið hætta búin af umsvifum manna eða af tilviljanakenndum atburðum, fyrirvaralítið einhvern tíma í framtíðinni og þannig komist í bráða hættu eða jafnvel dáið út á skömmum tíma.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Sjósvala var á válista sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Staða á heimsvísu

Sjósvala er talinn í nokkurri hættu (VU) á heimsválista.

Verndun

Sjósvala er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Eitt svæði hér á landi (Vestmannaeyjar) eru mikilvægt svæði fyrir sjósvölu.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 ii: heimsstofn/global 66.667 pör/pairs (Bird­Life 2016)

B1 ii: Evrópa = 2.500 pör/pairs (BirdLife 2016)

Töflur

Mikilvæg sjósvöluvörp á Íslandi – Important colonies of Hydrobates leucorhous in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Vestmannaeyjar  SF-S_4 B 198.000 1991 100 A4ii, A4iii, B1ii
Alls–Total     198.000   100  
*byggt á Erpur Snær Hansen o.fl. 2009.

English summary

Hydrobates leucorhous is a locally common breeding bird in Iceland with 198,000 pairs breeding at several sites in Vestmannaeyjar, S-Iceland, treated here as one colony of international importance.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D2), the same as last assessment in 2000.

Heimildir

BirdLife International 2016c. IUCN Red List for birds. http://www.birdlife.org [skoðað 20.10.2016].

Erpur Snær Hansen, Broddi Reyr Hansen og Jóhann Óli Hilmarsson 2009b. Sjósvölutal Vestmannaeyja. Veggspjald kynnt á Líffræðiráðstefnunni, 6.–7. nóvember 2009, Öskju, Háskóla Íslands. http://www.nattsud.is/skrar/file/Erpur%20S%20Hansen%20ofl%202009%20Sj%C3%B3sv%C3%B6lutal%20Vestmannaeyja.pdf [skoðað 6. október 2016].

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |