Krossnefur (Loxia curvirostra)

Distribution

Krossnefur verpur víða í Evrópu, Asíu, N-Ameríku og aðeins í N-Afríku. Kjörlendið eru barrskógar og í N-Evrópu eru fræ rauðgrenis helsta fæðan en hann nærist einnig á fræjum annarra barrtjáa og ýmissa plantna. Varptími og varpárangur fer eftir fræfalli og hvenær barrkönglarnir opnast og fræin verða aðgengileg. Krossnefir verpa því á ýmsum árstímum og bregðast við fæðuskorti með því að leita út fyrir venjubundin heimkynni sín. Miklar göngur krossnefa hafa flætt yfir Evrópu og tengt anga sína til Íslands, þar á meðal sumrin 1953, 1985, 2001 og 2008 (Bliki 1981-, Daníel Bergmann 2009, Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999). Í kjölfar síðustu göngunnar sem bar upp á gott fræár hjá sitkagreni (Örn Óskarsson 2010) fóru krossnefir að verpa hér reglulega en fyrsta hreiðrið fannst í desember 1994 (Örn Óskarsson 1995). Nú verpa krossnefir allvíða á Suðvesturlandi en strjálla í öðrum landshlutum (Bliki 1981-, Jóhann Óli Hilmarsson 2011- ). Fræfall grenitrjáa er ekki árvisst hér á landi en fræ stafafuru á Suðvesturlandi og lerkis á Norðausturlandi eru að öllum líkindum nokkuð örugg og árviss fæðuuppsretta (Örn Óskarsson 2010).

Population

Stofnstærð krossnefa er óþekkt en gæti verið nokkur hundruð pör.

Shortlist

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 3,4 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Krossnefur er ekki á Válista 2018 en flokkast þó strangt til tekið sem tegund í nokkurri hættu (VU, D1), því stofninn er enn talinn færri en 1.000 kynþroska einstaklingar. Þetta mat  er fært niður um tvo flokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN, enda eru taldar miklar líkur á landnámi þar sem krossnefnsstofnar eru sterkir í nágrannalöndum og fuglar berast tíðum til landsins. Krossnefsstofnin er því ekki einangraður enn sem komið er og er auk þess <1% af evrópska stofninum. Endanlegt mat er því að krossnefur sé ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Krossnefur var ekki á válista.

Protection

Krossnefur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Priority Site

IBA viðmið – IBA criteria:

Engin/none.

Images

References

Bliki: Tímarit um fugla 1981- . Sjaldgæfir fuglar á Íslandi. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Daníel Bergmann 2009. Krossnefir gera vart við sig. Skógræktarritið 2009: 6-9.

Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999. Sjaldgæfir fuglar á Íslandi fyrir 1981. – Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 37. 246 bls.

Jóhann Óli Hilmarsson 2011- . Sjaldgæfir varpfuglar.  Fuglar, nr 8 og áfram.

Örn Óskarsson 1995. Fyrsta varptilraun krossnefs á Íslandi. Bliki 15:59-60.

Örn Óskarsson 2010. Hreiður krossnefs finnst á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Fuglar 7: 12-15.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Krossnefur (Loxia curvirostra)

English Summary

Loxia curvirostra Asio otus is a recent and rare breeding bird in Iceland with probably a few hundred pairs breeding. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC). Not applicable (NA) in 2000.